Valmynd

Júlía Rós Atladóttir tekur tímabundið við framkvæmdastjórakeflinu

31 Maí 2023
eftir Ásthildur Gunnarsdóttir
Starf framkvæmdastjóra Stoðar er laust til umsóknar en þangað til að ráðið verður í starfið stýrir Júlía Rós Atladóttir fyrirtækinu. Júlía er framkvæmdastjóri Distica, systurfélags Stoðar, og hefur gegnt því starfi frá árinu 2020.
 
“Mér fannst gríðarlega spennandi að fá að stökkva tímabundið inn í starf framkvæmdastjóra Stoðar þar sem fyrirtækið stendur á ákveðnum tímamótum og við blasa mörg tækifæri auk þess sem ég lít á þetta sem persónulegan lærdóm”, segir Júlía.
 
Júlía hefur lokið meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun, diplómanámi í mannauðsstjórnun, diplóma í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun og B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands. Við bjóðum Júlíu velkomna og hlökkum til að vinna með henni.
 
Nánari upplýsingar um laust starf framkvæmdastjóra má nálgast hér.