Valmynd

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá Stoð

16 Maí 2023
eftir Ásthildur Gunnarsdóttir

Hefur þú brennandi áhuga á að bæta lífsgæði fólks?

Við leitum að öflugum aðila í spennandi starf hjúkrunarfræðings.

Ef þú ert jákvæður og framtakssamur einstaklingur sem vill takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni hjá spennandi fyrirtæki gæti þetta starf hentað þér. Starfið felur í sér sérfræðiráðgjöf, ásamt sölu og þjónustu á hjúkrunar- og heilbrigðisvörum. Vöruflokkarnir sem viðkomandi kemur til með að sjá um eru m.a. stóma- og þvagvörur, kvenheilsa og kæfisvefn. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og getu til að hrinda verkefnum í framkvæmd, vera árangursdrifinn og hafa gott auga fyrir nýjum tækifærum.

Helstu verkefni:

  • Ráðgjöf, sala og markaðssetning á hjúkrunarvörum til einstaklinga, heilbrigðisstofnana og hjúkrunarheimila.
  • Kynningar, fræðsla og eftirfylgni fyrir notendur og heilbrigðisstarfsfólk.
  • Vinna við útboð og tilboðsgerð.
  • Vörumerkjastjórnun og samstarf við erlenda birgja, Sjúkratryggingar Íslands og aðra hagaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Nám í hjúkrunarfræði
  • Þekking og reynsla af hjúkrunarvörum.
  • Þekking á heilbrigðismarkaði.
  • Reynsla af sölustörfum æskileg.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
  • Frumkvæði, drifkraftur og jákvætt viðhorf.
  • Greiningar- og skipulagshæfileikar og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Mjög góð tölvukunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2023. Hvetjum áhugasamt fólk til að leggja inn umsókn en unnið verður úr umsóknum jafnóðum.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Stoðar. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram koma ástæður þess að sótt er um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi.

Nánari upplýsingar veita Ásthildur Gunnarsdóttir, deildarstjóri sölu- og þjónustudeildar, og Karen Bjarnhéðinsdóttir, deildarstjóri hjálpartækjadeildar.