Vöruflokkar
Þrengja val
Stuðningspúðar
Stoð er með úrval stuðningspúða og nýjasta varan er LeanOnMe.
LeanOnMe púðarnir frá Immedia veita einstaklingum mjúkan og stöðugan stuðning fyrir líkamann og útlimi. Upplifðu þægindin sem LeanOnMe veitir. LeanOnMe púðarnir eru einstaklega mjúkir og úr húðvænu efni sem gert er úr slitsterkum og náttúrulegum lífrænum efnum. Mjúka efnið í púðunum er vatterað sem gerir það notalegt og mjúkt þannig að útlimirnir sökkva í þægilega stöðu. Fyrir utan að vera hágæða stuðningsvara er LeanOnMe vörulínan framleidd með tilliti til fótspors og áherslu á að draga úr úrgangsefnum og áhrifum þeirra á umhverfið.
Hér að neðan má sjá úrvalið af LeanOnMe stuðningspúðunum.