PAWS er nýr aflbúnaður fra Rehasense
Hjálpartækjadeild tók á móti Rehasense birgjanum okkar í byrjun nóvember en deildin fékk kennslu í nýjum og spennandi aflbúnaði frá þeim sem ber heitir „PAWS“.
Engar aukafestingar fylgja PAWS mótornum sem er einfaldlega smellt framan á hjólastólinn. PAWS kemur í tveim útgáfum PAWS-manual, sem fest er á handvirkt og PAWS auto sem festur er á með sjálfvirkum klemmum. Hægt að fá báðar útgáfur með Tetra handföngum. Stoð mun bjóða upp á kennslu á þessum nýja búnaði á vormánuðum.
Stoð á NCPO
Þrír fulltrúar Stoðar mættu á 13. ráðstefnu norrænna stoðtækjafræðinga (Nordic Congress of Prosthetics and Orthotics), en ráðstefnan var haldin í Osló í nóvember.
Þórir Jónsson, stoðtækjafræðingur hjá Stoð, sá um fundarstjórn á fyrirlestrarlotu um tæknilegar framfarir. Á ráðstefnunni var meðal annars fjallað um margvíslegar framfarir í greininni, framfarir í þrívíddarprentuðum lausnum, áherslur á sjálfbærni, sem og þróun á starfi stoðtækjafræðinga í síbreytilegum heimi.
Þá sóttu einnig ráðstefnuna þær Elín Kolfinna Árnadóttir og Sarah Légrádi Skov. Þær voru sumarstarfsmenn í stoðtækjadeild síðasta sumar og eru á sínu lokaári í stoðtækjafræði við Hälsohögskolan og munu að námi loknu koma í fullt starf hjá Stoð.
Á myndinni má sjá þau Þóri, Elínu og Söruh.
Kjartan hefur störf hjá Stoð
Kjartan Gunnsteinsson, stoðtækjafræðingur, hóf störf hjá Stoð í byrjun nóvember. Kjartan hefur langa reynslu úr faginu. Hann starfaði um áratuga skeið hjá Össuri við vöruþróun, rannsóknir og kennslu, sem og við þjónustu við notendur á spelkum og gerviútlimum.Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem sérfræðingur hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Kjartan er með BSc gráðu í stoðtækjafræði frá University of Salford í Bretlandi og starfaði m.a. hjá Fremantle Orthtotic Services í Ástralíu á fyrstu starfsárum sínum. Þá hefur Kjartan lokið MPH gráðu í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands.
Auk þess að vera þrautreyndur stoðtækjafræðingur kemur Kjartan úr skósmíðafjölskyldu og býr að góðri innsýn á því sviði. Það er mikill fengur fyrir Stoð að fá Kjartan til stafa og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.
Hægt er að hafa samband við þjónstuver Stoðar í síma 5652885 til að bóka tíma hjá sérfræðingum stoðtækjadeildar.
Þjónustuver Stoðar aðstoðar ykkur við að koma málinu í réttan farveg.
September hjá Stoðtækjadeildinni
September hefur verið annasamur mánuður hjá Stoðtækjadeild. Mánuðurinn byrjaði á að Þórir og Bríet fóru til Svíþjóðar á framadaga í Hälsohögskolan, sem er háskóli í Jönköping sem kennir stoðtækjafræði og stoðtækjasmíði. Þar vorum við að kynna Stoð og fengm að hitta næstu kynslóð af stoðtækjafræðingum og smiðum.
Þórir hélt áfram til Hollands og hitti þar Supportec og Qwadra. Supportec er samstarfsaðili okkar í gegnum Permobil og sjá um fræsingu á sérmótuðum sætum. Qwadra sameinar 3 risa í heimi þrívíddarvinnslu fyrir stoðtæki.
Bríet fór áfram til Danmerkur og heimsótti þar Bandagist Jan Nielsen A/S, sem er fyrirtæki í Kaupmannahöfn sambærilegt við Stoð.
Þegar heim kom tókum við á móti Gísla Vilhjálmi (Villa), nýjum starfsmanni í stoðtækjadeild. Villi er menntaður sjúkraþjálfari og kemur til okkar af Landspítalanum. Hann mun sinna tilbúnum spelkum og hefur nú þegar hafið störf af krafti. Hægt er að hringja í 5652885 til að fá að bóka tíma hjá honum.
Í lok mánaðarins tókum við síðan á móti mastersnemum í sjúkraþjálfun sem komu til að læra um tilbúnar og sérgerðar spelkur. Þau voru einstaklega áhugasöm og hlökkum við til að vinna náið með þeim þegar þau útskrifast.
REHACARE - Hjálpartækjaráðstefna í Dusseldorf
Fulltrúar Stoðar úr hjálpartækjadeild heimsóttu hjálpartækjaráðstefnuna REHACARE í Dusseldorf dagana 25.-27.september.
Rehacare er haldin árlega og er stærsta hjálpartækjaráðstefna í Evrópu en þar koma saman helstu birgjar og söluaðilar í heimi hjálpartækja, setja upp bása og kynna sig og sína starfssemi.
Þetta var gott tækifæri fyrir hjálpartækjadeild að funda með öllum þeirra helstu birgjum og styrkja samstarfið ennþá frekar, og á sama tíma leita að nýjungum og spennandi vörum sem tækifæri eru fyrir að koma á íslenskan markað.
Gaman að segja frá því að Stoð fékk sérstök verðlaun frá Permobil birgjanum fyrir sérstaka framsækni á árinu, en sala og þjónusta rafmagnsstóla gengur áfram vonum framar og í ár er Stoð sömuleiðis að taka inn í sölu nýja handknúna hjólastóla frá Progeo, dótturfyrirtæki Permobil. Til hamingju Stoð!