Valmynd

Fréttir

22 Jún 2015
eftir Stoð .

 

 

 

Verklag í Stoð vegna COVID- 19

03 Nóv 2020
eftir Stoð .

Starfsemi Stoðar til og með 17. nóvember 2020

Verslanir í Trönuhrauni 8 og Bíldshöfða 9 eru opnar en við virðum fjöldatakmarkanir í verslun og móttöku

Eins og áður fylgjum við sóttvarnarreglum í hvívetna.

Fjöldatakmarkanir í móttöku og verslunarrými er að hámarki 10 manns með tveggja metra fjarlægðarmörk.
Við höfum gert ráðstafanir til að virða þessar takmarkanir og biðjum viðskiptavini að muna eftir handþvotti og grímunotkun.

  • Göngugreiningum og öðrum verkefnum sem þola bið verður frestað, starfsmenn munu hafa samband við viðskiptavini og finna nýjan tíma
  • Við minnum á að vefverslun Stoðar er alltaf opin

Við fylgjumst eins og aðrir vel með þróun mála og breytum áætlunum okkar í takt við það

Bestu kveðjur, starfsfólk Stoðar

 

Stoð framúrskarandi fyrirtæki

26 Okt 2020
eftir Stoð .

Stoð ehf framúrskarandi fyrirtæki 

við tökum stolt við þeirri viðurkenningu en til að teljast farmúrskarandi þarf að uppfylla ströng skilyrði. 

Hér má lesa skemmtilegt viðtal við Ásu Jóhannesdóttur framkvæmdarstjóra Stoðar

Hún horfir bjartsýn fram á veginn og er markmiðið að bjóða upp á heildrænni þjónustu og horfa á heilbrigðislausnir og heilbrigði í sinni víðustu mynd og ennfremur að kynna fyrirtækið enn betur á almennum markaði.

Virkilega spennandi tímar framundan :) 

 

 

 

Verklag í Stoð vegna COVID -19

06 Okt 2020
eftir Stoð .

Verklag í Stoð til að draga úr smithættu nú á meðan smitum fjölgar í samfélaginu

Starfsfólk Stoðar mun sem fyrr gæta fyllstu varkárni í samskiptum sínum við viðskiptavini og fylgja ráðleggingum landlæknisembættisins um öflugar sóttvarnir

 

  • Verslanir Stoðar Trönuhraun 8 Hf og Bíldshöfða 9 Rvk eru áfram opnar og vefverslun er opin allan sólarhringinn.
  • Afhending hjálpartækja samþykktum af Sjúkratryggingum Íslands mun haldast óbreytt.
  • Starfsemi hjálpartækjaverkstæðis mun haldast óbreytt og við hvetjum notendur hjálpartækja að nota tækifærið meðan þeir eru minna á ferðinni en venjulega að láta gera við biluð tæki.
  • Við viljum biðja viðskiptavini sem koma í göngugreiningu, mælingar og til að fá aðra þjónustu sem krefst nálægðar að koma með grímu með sér.
  • Einnig minnum við á mikilvægi handþvotts og sprittunar, en viðskiptavinum er boðið gott aðgengi að handspritti.
  • Að lokum biðjum við ykkur að virða tveggja metra regluna og afbóka tíma ef þið finnið fyrir flensulíkum einkennum

Hjálpumst að og sýnum tillitssemi
Við erum jú öll almannavarnir :)

Bestu kveðjur og þakkir,
Starfsfólk Stoðar

 

Veritas og dótturfélög eru nú aðilar að Festu- miðstöð um samfélagsábyrgð

16 Sep 2020
eftir Stoð .

Stoð ásamt öðrum dótturfélögum Veritas er nú aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð

Það er reglulega ánægjulega að segja frá aðild okkar að Festu
Hlutverk Festu er að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs og aðgerða á þessu sviði.

Með aðild að Festu tekur Veritas virkari þátt í mótun samfélagsábyrgðar í allri starfsemi sinni. Aðildin er liður í nýlegri umhverfisstefnu félagsins með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærri þróun, þar á meðal heilbrigði og velferð samfélagsins auk þess að skapa virði fyrir samfélagið í heild.

Á vef Festu er hægt að fá nánari upplýsingar

Stoð hættir með hjálpartækjaleigu

04 Sep 2020
eftir Stoð .

Stoð hefur hætt leigu á hjólastólum og göngugrindum

Við bendum fólki á að Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra rekur hjálpartækjaleigu

Áhugasamir geta fundið allar nánari upplýsingar á vef leigunnar

 

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Stoðar