Valmynd

Fréttir

22 Jún 2015
eftir Stoð .

 

 

 

Bryndís nýr deildarstjóri sölu- og þjónustudeildar

09 Feb 2021
eftir Stoð .

Bryndís Ragna Hákonardóttir er nýr deildarstjóri sölu- og þjónustudeildar

Hún hóf formlega störf í janúar síðastliðinn
Bryndís er viðskiptafræðingur og næringarþerapisti að mennt og er frábær viðbót við gott teymi nýrrar deildar í Stoð

Sölu- og þjónustudeild Stoðar er til húsa í Bíldshöfða 9 og Trönuhrauni Hafnarfirði.

Göngugreiningar fara að mestu fram á Höfða. Á báðum stöðum er boðið upp á íþróttaskó, CEP compression sokka,  tilbúnar hlifar og spelkur og einföld æfingartæki þó úrvalið af þessum vörum sé heldur meira í verslun Stoðar Bíldshöfða.

Í Hafnarfirði er auk þess gott úrval af ýmsum smávörum sem létta fólkið lífið, bað og salernishjálpartækjum og flutningshjálpartækjum. Þar seljum við einnig MEDI þrýstingssokka í tilbúnum stærðum en einnig er hægt að fá þrýstingsfatnað sérsaumaðan eftir máli

 

Við bjóðum Bryndísi velkomna og hlökkum til samstarfsins :)

30 ára starfsafmæli

22 Jan 2021
eftir Stoð .

Tveir starfsmenn fagna 30 ára starfsafmæli hjá Stoð

Guðmundur R. Magnússon stoðtækjafræðingur, starfsmaður í stoðtækjadeild og Kristina Andersson stoðtækjasmiður starfsmaður hjálpartækjadeildar fagna um þessar mundir 30 ára starfsafmæli hjá Stoð.

Samstarfsfélagar komu saman og heiðruðu þessa góðu og traustu starfsmenn sem hafa fylgt fyrirtækinu í svo langan tíma og  gera enn. Þau eru miklir fagmenn, traust og er þekking þeirra og reynsla dýrmæt fyrirtækinu og viðskipavinum okkar.

Að sögn hefur þeim báðum liðið vel hjá Stoð, hafa komið að vexti og velgengi fyrirtækisins og eru sem betur fer enn full starfsorku.

Það er gaman að segja frá því að hjá fyrirtækinu eru tveir aðrir starfsmenn Stoðar með hærri starfsaldur.  Það eru þeir Sveinn Finnbogason stoðtækjafræðingur sem er einn af stofnendum fyrirtækisins frá 1982 og Ólafur H. Guðmundsson stoðtækjasmiður sem hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 1985. Það má því með sanni segja að Stoð búi yfir dýrmætri reynslu og þekkingu sem er einstök á Íslandi.

Við þökkum þeim öllum gott samstarf, ómetanlegt að hafa svona reynslumikla starfsmenn innaborðs

Til hamingju :)

 

Nýr starfsmaður í framleiðsludeild Stoðar

20 Jan 2021
eftir Stoð .

Bjóðum Davíð velkominn til starfa

Hann er skósmiður að mennt með hátt í 20 ára starfsreynslu

Davíð hóf störf hjá framleiðsludeild Stoðar í nóvember síðastliðnum og hann sér um innleggin bæði sérsmíðuð og aðlöguð ásamt hverslags breytingum sem þarf að gera á skóm.

 

Frábær viðbót í okkar góða hóp :)

Verklag í Stoð vegna COVID- 19

03 Nóv 2020
eftir Stoð .

Starfsemi Stoðar til og með 17. nóvember 2020

Verslanir í Trönuhrauni 8 og Bíldshöfða 9 eru opnar en við virðum fjöldatakmarkanir í verslun og móttöku

Eins og áður fylgjum við sóttvarnarreglum í hvívetna.

Fjöldatakmarkanir í móttöku og verslunarrými er að hámarki 10 manns með tveggja metra fjarlægðarmörk.
Við höfum gert ráðstafanir til að virða þessar takmarkanir og biðjum viðskiptavini að muna eftir handþvotti og grímunotkun.

  • Göngugreiningum og öðrum verkefnum sem þola bið verður frestað, starfsmenn munu hafa samband við viðskiptavini og finna nýjan tíma
  • Við minnum á að vefverslun Stoðar er alltaf opin

Við fylgjumst eins og aðrir vel með þróun mála og breytum áætlunum okkar í takt við það

Bestu kveðjur, starfsfólk Stoðar

 

Stoð framúrskarandi fyrirtæki

26 Okt 2020
eftir Stoð .

Stoð ehf framúrskarandi fyrirtæki 

við tökum stolt við þeirri viðurkenningu en til að teljast farmúrskarandi þarf að uppfylla ströng skilyrði. 

Hér má lesa skemmtilegt viðtal við Ásu Jóhannesdóttur framkvæmdarstjóra Stoðar

Hún horfir bjartsýn fram á veginn og er markmiðið að bjóða upp á heildrænni þjónustu og horfa á heilbrigðislausnir og heilbrigði í sinni víðustu mynd og ennfremur að kynna fyrirtækið enn betur á almennum markaði.

Virkilega spennandi tímar framundan :)