Valmynd

Fréttir

22 Jún 2015
eftir Stoð .

 

 

 

Jólakveðja

21 Des 2017
eftir Stoð .

Kynning á vörum frá Amoena í Ljósinu

04 Des 2017
eftir Stoð .

Stoð verður með kynningu í Ljósinu

Miðvikudaginn 6.desember kl. 14:00

Sýnd verða:

  • Gervibrjóst
  • Brjóstahaldarar
  • Sundfatnaður og fleira

Allir hjartanlega velkomnir

 

Tveir nýir starfsmenn í Stoð

27 Nóv 2017
eftir Stoð .

Stoð býður nýja starfsmenn velkomna

Tveir nýir starfsmenn hófu nýleg störf hjá fyrirtækinu

Hjörtur Ingi Hjartarson starfar við þróun og framleiðslu

 

Bjarki Blöndal starfar á viðgerðarverkstæði Stoðar en fyrirtækið hefur frá vordögum sinnt viðgerðum á öllum hjálpartækjum sem Sjúkratryggingar Íslands kaupa af okkur .

 

Við bjóðum þá hjartanlega velkomna og hlökkum til samstarfsins

Stoð óskar eftir sjúkraþjálfara til starfa

10 Nóv 2017
eftir Stoð .

Sjúkraþjálfarar athugið

Stoð hf óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa

Uppfært 15.12.2017: Umsóknarfrestur er liðinn- þökkum öllum sem höfðu samband.

Verksvið verður aðallega göngugreiningar og stoðtækja- og spelkuráðgjöf

Vinsamlegast hafið samband við Elías Gunnarsson í síma 896-0916 eða í elias@stod.is

Hlökkum til að heyra frá þér!

Stoð þakkar fyrir sig

01 Nóv 2017
eftir Stoð .

Stoð fagnaði 35 ára afmæli 27.október

Fyrirtækið hefur verið til húsa í Trönuhrauni Hafnarfirði frá stofnun þess árið 1982

Í tilefni dagsins var opið hús þar sem gestum gafst kostur á leiðsögn um húsið með starsfólki.

Gestir fengu að kynnast þeirri fjölbreyttri starfsemi sem er í húsinu, framleiðslunni og tækjakosti fyrirtækisins ásamt því að prófa ýmis hjálpartæki  

Að sjálfsögðu var svo boðið upp á kaffi og köku!

Samhliða opnu húsi bauð Stoð upp á fyrirlestraröð í Hótel Norðurey, að henni lokinni var gestum og fyrirlesurum boðið að gera sér glaðan dag með starfsfólki í húsakynnum Stoðar.

Við þökkum öllum sem heimsóttu okkur, þetta var alveg frábært!

Starfsfólk Stoðar