Valmynd

Fréttir

22 Jún 2015
eftir Stoð .

 

 

 

Veritas og dótturfélög eru nú aðilar að Festu- miðstöð um samfélagsábyrgð

16 Sep 2020
eftir Stoð .

Stoð ásamt öðrum dótturfélögum Veritas er nú aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð

Það er reglulega ánægjulega að segja frá aðild okkar að Festu
Hlutverk Festu er að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs og aðgerða á þessu sviði.

Með aðild að Festu tekur Veritas virkari þátt í mótun samfélagsábyrgðar í allri starfsemi sinni. Aðildin er liður í nýlegri umhverfisstefnu félagsins með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærri þróun, þar á meðal heilbrigði og velferð samfélagsins auk þess að skapa virði fyrir samfélagið í heild.

Á vef Festu er hægt að fá nánari upplýsingar

Stoð hættir með hjálpartækjaleigu

04 Sep 2020
eftir Stoð .

Stoð hefur hætt leigu á hjólastólum og göngugrindum

Við bendum fólki á að Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra rekur hjálpartækjaleigu

Áhugasamir geta fundið allar nánari upplýsingar á vef leigunnar

 

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Stoðar

 

Verklag í Stoð vegna COVID -19

04 Ág 2020
eftir Stoð .

Verklag í Stoð til að draga úr smithættu nú á meðan smitum fjölgar í samfélaginu 

Starfsfólk Stoðar mun sem fyrr gæta fyllstu varkárni í samskiptum sínum við viðskiptavini og fylgja ráðleggingum Landlæknisembættisins um öflugar sóttvarnir.

 

  • Við viljum biðja viðskiptavini sem koma í göngugreiningu, mælingar og til að fá aðra þjónustu sem krefst nálægðar að koma með grímu með sér.
  • Einnig minnum við á mikilvægi handþvotts og sprittunar, en viðskiptavinum er boðið gott aðgengi að handspritti.
  • Að lokum biðjum við ykkur að virða tveggja metra regluna og afbóka tíma ef þið finnið fyrir flensulíkum einkennum

 

Hjálpumst að og sýnum tillitssemi

Við erum jú öll almannavarnir :)

 

 

Opnunarpartý Stoð Höfða

23 Jún 2020
eftir Stoð .

Stoð hefur tekið við rekstri Flexor á Bíldshöfða 9.

Þér er boðið í opnunarpartý!

Fimmtudaginn 25.júní - kl. 17-19

Sérfræðingar okkar verða á staðnum og aðstoða þig við val á skóm, spelkum, hlífum, sokkum, æfingabúnaði og fleiru.

Léttar veitingar í boði.

15-25% afsláttur af öllu í verslun

 

Tengill á viðburðinn á facebook- hvetjum þig til að fylgjast með þar!

Hlökkum til að sjá þig!

 

Ása Jóhannesdóttir ráðin framkvæmdarstjóri hjá Stoð

15 Jún 2020
eftir Stoð .
Ása Jóhannesdóttir

Ása Jóhannesdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá stoð- og hjálpartækjafyrirtækinu Stoð. Hún tekur við af Elíasi Gunnarssyni sem lætur af störfum eftir farsælt starf. Elías hefur leitt félagið síðan 2005 og lætur nú af störfum sökum aldurs.

Ása hefur starfað sem deildarstjóri hjúkrunar- og lækningavörudeildar MEDOR síðastliðin 6 ár, var áður viðskiptastjóri hjá MEDOR og vörustjóri hjá Flögu. Hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, M.Sc. gráðu í heilbrigðisvísindum og B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands.

Ása er gift Sigurði G. Kristinssyni jarðfræðingi og eiga þau fjögur börn. Ása hefur störf hjá Stoð í dag 15. júní.

„Mér er það mikill heiður að taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá Stoð. Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur fagfólks sem með einstakri þjónustu veitir lausnir til þeirra sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda. Öll viljum við geta gengið um án verkja, leikið okkur og notið lífsins. Þegar við eldumst, heilsunni hrakar eða fyrir þá sem fæðast með skerta færni er ómetanlegt að geta leitað til fagfólks sem skilur þarfir manns, þekkir og kann að finna lausnir við vandamálinu. Að setja hagsmuni einstaklingsins í fyrsta sæti er það sem ég brenn fyrir. Ég hlakka til að styrkja Stoð og leiða það til framtíðar“  er haft eftir Ásu.

Stoð er í eigu Veritas samstæðunnar sem festi kaup á fyrirtækinu  í árslok 2018.

Forstjóri Veritas er Hrund Rudolfsdóttir. Hrund segir breytingarnar spennandi Á sama tíma og við kveðjum Elías og þökkum honum kærlega fyrir frábært samstarf, þá er gaman að kynna Ásu til leiks, hún kemur að borði með nýja sýn og áherslur sem munu án efa færa Stoð áfram inn í nýja tíma.  Við ætlum okkur mikla landvinninga á þessu sviði, án þess þó að tapa neinum boltum í þeirri mikilvægu þjónustu sem Stoð veitir á hverjum degi til skjólstæðinga og viðskiptavina sinna".

Stoð er rótgróið framleiðslu- og þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði. Stoð framleiðir og selur stoðtæki, gervilimi, spelkur, bæklunarskó, innlegg og aðrar stuðningsvörur. Auk þess selur stoð hjálpartæki fyrir hreyfihamlaða, hjólastóla og göngugrindur ásamt því að reka verkstæði sem sér um viðgerðarþjónustu á hjálpartækjum.

Fyrirtækið býður einnig upp á göngugreiningu, selur íþróttaskó, þrýstingssokka, gervibrjóst og ferðakæfisvefnsvélar. Markmið Stoðar er að bjóða upp á heildarlausnir fyrir einstaklinga með fötlun, áverka og sjúkdóma sem valda skertri færni í daglegu lífi. Hjá Stoð starfa um 35 manns í Hafnarfirði og á Bíldshöfða.