Þjónustuver Stoðar til aðstoðar
.jpg?t=1741171551)
Þjónustuver Stoðar sinnir margvíslegum erindum fyrir viðskiptavini Stoðar. Meðal annars má nefna upplýsingagjöf um vöruúrval í síma, móttaka á pöntunum og tímabókanir, en tíma i ráðgjöf og greiningar má einnig bóka á stod.is Það er hún Kolbrún Íris sem stendur vaktina og leysir úr málum eða beinir þeim í réttan farveg. „Það getur verið ansi annasamt á vaktinni“ segir Kolbrún, en það er alltaf jafn gaman að ræða við fólk og leysa úr málum í sameiningu. Þjónustuver Stoðar er opið alla virka daga frá kl 9:00-16:00 í síma 565-2885, og einnig má beina erindum á stod@stod.is
Liðsauki í göngugreiningu.
.jpg?t=1738320454)
Göngugreining hjá Stoð nýtur sífelldra vinsælda. Nú hefur Birgitta Hallgrímsdóttir bæst í hópinn, en hún mun sinna göngugreiningu og innleggjum hjá Stoð. Birgitta er með BS gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið margvísleg störf innan heilbrigðisgeirans, meðal annars sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á Hrafnistu.
Þá hefur Katrín Sara Reyes starfað við göngugreiningu hjá Stoð um nokkurt skeið, hún er einnig íþróttafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu af göngugreiningu.
Stoð býður göngugreiningu bæði fyrir börn og fullorðna, alla daga vikunnar, auðvelt er að panta tíma hér á vefnum Stoð
Einfalt að bóka þjónustu hjá Stoð

Nú er hægt að bóka nánast alla þjónustu Stoðar á einfaldan hátt á stod.is
Stoð býður meðal annars upp á fjölþætta hjálpartækjaráðgjöf, mælingu vegna þrýstingssokka, ráðgjöf varðandi spelkur og hlífar og ráðgjöf vegna gervibrjósta og undirfatnaðar.
Einfalt er að bóka eða breyta tíma og fá yfirlit yfir lausa tíma. Þá er göngugreining vinsæl þjónusta hjá Stoð sem gagnast öllum sem vilja betri göngustuðning.
Bókanir má gera hér Stoð
PAWS er nýr aflbúnaður fra Rehasense

Hjálpartækjadeild tók á móti Rehasense birgjanum okkar í byrjun nóvember en deildin fékk kennslu í nýjum og spennandi aflbúnaði frá þeim sem ber heitir „PAWS“.
Engar aukafestingar fylgja PAWS mótornum sem er einfaldlega smellt framan á hjólastólinn. PAWS kemur í tveim útgáfum PAWS-manual, sem fest er á handvirkt og PAWS auto sem festur er á með sjálfvirkum klemmum. Hægt að fá báðar útgáfur með Tetra handföngum. Stoð mun bjóða upp á kennslu á þessum nýja búnaði á vormánuðum.
Stoð á NCPO

Þrír fulltrúar Stoðar mættu á 13. ráðstefnu norrænna stoðtækjafræðinga (Nordic Congress of Prosthetics and Orthotics), en ráðstefnan var haldin í Osló í nóvember.
Þórir Jónsson, stoðtækjafræðingur hjá Stoð, sá um fundarstjórn á fyrirlestrarlotu um tæknilegar framfarir. Á ráðstefnunni var meðal annars fjallað um margvíslegar framfarir í greininni, framfarir í þrívíddarprentuðum lausnum, áherslur á sjálfbærni, sem og þróun á starfi stoðtækjafræðinga í síbreytilegum heimi.
Þá sóttu einnig ráðstefnuna þær Elín Kolfinna Árnadóttir og Sarah Légrádi Skov. Þær voru sumarstarfsmenn í stoðtækjadeild síðasta sumar og eru á sínu lokaári í stoðtækjafræði við Hälsohögskolan og munu að námi loknu koma í fullt starf hjá Stoð.
Á myndinni má sjá þau Þóri, Elínu og Söruh.