Fréttir
Breytingar á opnunartíma fimmtudaginn 13. desember

Vegna jólagleði starfsmanna er lokað frá kl. 13:00-14:00
Fimmtudaginn 13. desember næstkomandi
Jólakveðja, starfsfólk Stoðar
Nýjasti starfsmaður í hjálpartækjaeiningu Stoðar
Nanna Margrét Guðmundsdóttir iðjuþjálfi
Hóf störf í hjálpartækjaeiningu Stoðar síðastliðið vor
Hún byrjaði sem starfsmaður í sumarafleysingum og vorum við svo heppin að hún vildi vera hjá okkur áfram :)
Nanna mun hafa ýmsa vöruflokka á sinni könnu og mun meðal annars taka að sér barnavörur með tímanum.
Við bjóðum Nönnu hjartanlega velkomna.
Stoð lokar kl. 12:00 miðvikudaginn 3.október

Lokum fyrr miðvikudaginn 3. október
Vegna starfsmannafundar þá lokar Stoð kl 12:00 þann dag
Bestu kveðjur
Starfsfólk Stoðar
Veritas Capital kaupir allt hlutafé í Stoð hf

Veritas Capital ehf. hefur keypt allt hlutafé í Stoð hf., stoðtækjasmíði.
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas Capital segir Stoð var sterkt og rótgróið fyrirtæki, sem að verði öflug viðbót við samstæðu Veritas. „Stoð starfar á markaði sem liggur fyrir utan núverandi rekstur Veritas samstæðunnar, en fellur þó innan þess ramma og hlutverks sem við höfum skilgreint. Við teljum að við séum að stofna til sambands sem báðir aðilar og ekki síst viðskiptavinir muni hljóta hag af,“ segir Hrund.
Elías Gunnarsson verður áfram framkvæmdastjóri félagsins.
Hann segir mikla ánægju með niðurstöðuna. „Við teljum Veritas mjög góðan eiganda og teljum að niðurstaða söluferlisins sé jákvæð fyrir félagið, starfsfólk þess og viðskiptavini,“ segir Elías.
Stoð lokar kl 16:00 í dag fimmtudaginn 20. september

Stoð lokar fyrr í dag
Vegna starfsmannafundar þá lokar Stoð kl. 16:00 í dag