Um STOÐ
Stoð ehf er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, stofnað árið 1982.
Stoð er staðsett að Draghálsi 14-16, 110 Reykjavík
Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga og er lögð áhersa á þverfaglega samvinnu til að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar. Við smíðum hverskonar spelkur, gervilimi og sérsmíðum skó ásamt því að útvega tilbúna bæklunarskó og innlegg. Stoð hefur á að skipa sérhæfðu starfsfólki sem aðstoðar við val á hjálpartækjum og við bjóðum jafnframt upp á gott úrval smáhjálpartækja til daglegra nota Við seljum meðal annars CEP hágæða Íþróttasokka, tilbúnar spelkur og íþróttahlífar, þrýstingssokka, og ferðasokka með þrýstingi og gervibrjóst ásamt fatnaði með vasa fyrir gervibrjóst Hjá Stoð starfa sérfræðingar með áralanga reynslu af göngugreiningum.
Stoð sinnir einnig viðgerðarþjónustu á þeim hjálpartækjum sem fyrirtækið er með umboð fyrir.