Vöruflokkar Vöruflokkar

Bæklunarskór

Tilbúnir bæklunarskór

Fyrir tilbúnum bæklunarskóm þarf læknir að gefa út vottorð. Vottorðið þarf að senda inn til Sjúkratrygginga Íslands. Ef skórnir eru samþykktir er næsta skref að panta tíma hjá stoðtækjafræðingi sem skoðar með skjólstæðingnum úrvalið, mælir fótinn og metur hverskonar innlegg þarf að fylgja skónum. Skóna þarf svo í langflestum tilfellum að panta að utan.

Sérsmíðaðir bæklunarskór

Fyrir sérsmíðuðum skóm þarf læknir að gefa út vottorð. Vottorðið þarf að senda inn til Sjúkratrygginga Íslands. Ef skórnir eru samþykktir er næsta skref að panta tíma hjá stoðtækjafræðingi sem tekur gifsmót af fótunum og mælir þá. Gifsmótin eru þá svokölluð negatíva af fótunum. Í negatívuna er svo hellt fljótandi gifsi og það látið harðna og þá er tilbúin svokölluð pósitíva. Þá tekur við handavinnan hjá stoðtækjafræðingnum þar sem hann mótar gifsið eins og skó. Þá er búið til plastmót og skjólstæðingurinn kallaður inn í mátun á því. Þegar prufuplastskórinn er orðinn eins og skjólstæðingurinn og stoðtækjafræðingurinn vilja hafa hann er frauðplasti hellt í hann. Þá er hægt að hefjast handa við að smíða sjálfa skóna eftir að skjólstæðingurinn hefur valið útlit.

Hálfsérsmíðaðir bæklunarskór

Hálf sérsmíðaðir skór verða fyrir valinu þegar að tilbúnir bæklunarskór duga ekki (oft vegna einhverra aflögunar á fótum) en sérsmíðaðir skór eru óþarfir. Fyrir hálf sérsmíðuðum skóm þarf læknir að gefa út vottorð. Vottorðið þarf að senda inn til Sjúkratrygginga Íslands. Ef skórnir eru samþykktir er næsta skref að panta tíma hjá stoðtækjafræðingi sem tekur mál og pantar skóna að utan með þeim sérþörfum sem þarf að hafa í huga.

 

Bókaðu tíma í ráðgjöf hér