Vöruflokkar
Göngugreining
Hjá Stoð starfa sérfræðingar með áralanga reynslu af göngugreiningum
Íþróttafræðingur framkvæmir skoðun og göngugreiningu með nýjustu tækni á því sviði.
Göngugreiningar fara fram í verslunun Stoðar að Draghálsi 14-16 í Reykjavík.
Bóka tíma í göngugreiningu
Framkvæmd göngugreiningar
Notað er göngubretti með innbyggðum þrýstinemum er tengjast fullkomnu tölvukerfi sem skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag.
- Tölvuþrýstimælingaplata sem innbyggð er í göngubretti nemur álagsdreifingu á fætur
- Fullkomið tölvukerfi sýnir tölulegar upplýsingar um gönguferlið og stöðu fóta
- Stöðugleiki og jafnvægi eru metin
- Mælt hvernig álagið kemur á fæturna
- Skoða hvort tábergssig sé til staðar
- Staðan iljaboga skoðuð
- Videóupptaka sýnir stöðu á fótum og hnjám við göngu og vistast þær upplýsingar í gagnagrunni
- Ganglimir eru lengdarmældir
- Staða mjaðmagrindar er skoðuð
Viðskiptavinur getur fengið útprentun með nákvæmum upplýsingum um göngulag og niðurstöður göngugreiningar
Það getur borgað sig að koma í göngugreiningu ef stoðkerfisvandamál eru til staðar eða til að koma í veg fyrir þau
Göngugreining getur verið lausn við eftirtöldum vandamálum:
- Þreytuverkir og pirringur í fótum
- Verkir í hnjám
- Sársauki eða eymsli í hælum vegna
- Beinhimnubólga
- Óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum
- Verkir í tábergi og/eða iljum
- Hásinavandamál
- Óþægindi í ökklum
- Þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum
Verðskrá
Göngugreining:- Fyrir fullorðna: 8.790 kr.
- Fyrir börn 18 ára og yngri: 7.790 kr.
Innlegg:
- Fyrir fullorðna: 20.990 kr.
- Fyrir börn: 14.990 kr.
20% afsláttur er veittur af aukapari af innleggjum
Bóka tíma í göngugreiningu
Starfsfólk Stoðar veitir faglega ráðgjöf og fræðslu til að finna góða lausn við þinum vanda og til áframhaldandi bættrar heilsu