Vöruflokkar Vöruflokkar

Göngugreining

Hjá Stoð starfa sérfræðingar með áralanga reynslu af göngugreiningum

Sjúkraþjálfarar og íþóttafræðingar framkvæma skoðun og göngugreiningu með nýjustu tækni á því sviði.

Göngugreiningar fara að mestu leyti fram í verslun Stoðar í Bíldshöfða 9, sími: 517-3900. Ef óskað er eftir göngugreiningu í verslun okkar í Trönuhrauni 8, Hf er hægt að hringja í síma: 565-2885

 

BÓKAÐU TÍMA Í GÖNGUGREININGU BÍLDSHÖFÐA


Framkvæmd göngugreiningar

Notað er göngubretti með innbyggðum þrýstinemum er tengjast fullkomnu tölvukerfi sem skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag

 • Tölvuþrýstimælingaplata sem innbyggð er í göngubretti nemur álagsdreifingu á fætur
 • Fullkomið tölvukerfi sýnir tölulegar upplýsingar um gönguferlið og stöðu fóta
 • Stöðugleiki og jafnvægi eru metin                                                                                                   
 • Mælt hvernig álagið kemur á fæturna                                                                                           
 • Skoðað hvort tábergssig sé til staðar
 • Staðan iljaboga skoðuð
 • Videóupptaka sýnir stöðu á fótum og hnjám við göngu og vistast þær upplýsingar í gagnagrunni
 • Ganglimir eru lengdarmældir
 • Staða mjaðmagrindar er skoðuð

Viðskiptavinur getur fengið útprentun með nákvæmum upplýsingum um göngulag og niðurstöður göngugreiningar

 

Það getur borgað sig að koma í göngugreiningu ef stoðkerfisvandamál eru til staðar eða til að koma í veg fyrir þau

Göngugreining getur verið lausn við eftirtöldum vandamálum:

 • Þreytuverkir og pirringur í fótum
 • Verkir í hnjám
 • Sársauki eða eymsli í hælum vegna                                                                                                              
 • Beinhimnubólga
 • Óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum
 • Verkir í tábergi og/eða iljum
 • Hásinavandamál
 • Óþægindi í ökklum
 • Þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum

 

 Verðskrá:

 • Göngugreining fyrir fullorðna: 6.400 kr
 • Göngugreining fyrir börn 18 ára og yngri: 5.400


Starfsmenn Stoðar veita faglega ráðgjöf og fræðslu til að finna góða lausn við þinum vanda og til áframhaldandi bættrar heilsu