Valmynd

Permobil kynnir Explorer mini

31 Ág 2023
eftir Ásthildur Gunnarsdóttir


Það var okkur mikið gleðiefni að bjóða Paulus Van der Wolf frá Permobil velkominn til okkar í Stoð. Tilefni heimsóknarinnar var kynning á Explorer mini, nýjum barnarafmagnsstól fyrir yngstu notendur okkar, ásamt yfirferð yfir rafmagnshjólastóla fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri.

Kynningin fór fram í nýju og glæsilegu húsnæði okkar á Draghálsi og hafði Bríet Bragadóttir, sérfræðingur í barnahjálpartækjum, umsjón með viðburðinum og fór einnig yfir og kynnti nýjan vinnustól í samningi við Sjúkratryggingar, Leckey BeMe. 

Það má segja að með þessu höfum við formlega hafið hauststarf okkar. Við viljum þakka öllum sem mættu og tóku þátt. Við hlökkum til að hitta fleira fólk á kynningum og viðburðum hjá okkur í haust og halda áfram að efla þekkingar- og fræðslumiðlun.