Vöruflokkar Vöruflokkar

Þrengja val Þrengja val

Kvenheilsa

Hjá Stoð má finna vörur sem styðja við kvenheilsu á fjölþættan hátt. Vörurnar eru til dæmis gervibrjóst, fleygar og skeljar, brjóstahaldarar, toppar, bolir, sundföt og þvaglekatappar. 

Stoð selur gervibrjóst frá Amoena
Brjóstin fást í mismunandi stærðum og gerðum

Einnig eru til:

  • Álímd brjóst
  • Sundbrjóst
  • Skeljar til að nota eftir fleygskurð

Brjóstahaldarar, samfellur, bolir og sundföt

 Stoð er með gott úrval af þessum vörum frá Amoena                                                                                             

  •  Sundbolir, tankini og bikini með vösum fyrir gervibrjóst                                  
  •  Sérstök sundbrjóst
  •  Toppar
  •  Brjóstahaldarar

 Vinsamlegast pantið tíma í mátun á gervibrjóstum og fleygum í síma 565-2885.

 

Stoð selur þvaglekatappa frá sænska framleiðandanum Efemia

Efemia þvaglekatappi er lækningatæki sem ætlað er að draga tímabundið úr áreynsluþvagleka hjá konum eldri en 18 ára með því að styðja við þvagrásina í gegnum leggangavegginn. Þvaglekatappinn fæst í netverslun og verslun okkar að Draghálsi 14-16.