Vöruflokkar Vöruflokkar

Þrengja val Þrengja val

Aðgerðafatnaður

Við bjóðum upp á hágæða aðgerðafatnað frá Amoena. Auk þess að framleiða aðgerðafatnað hefur Amoena verið leiðandi á markaði í framleiðslu gervibrjósta í yfir 45 ár. Öll framleiðsla fer fram í Þýskalandi. 

Eftir aðgerðir, bæði meðferðartengdar- og lýtaaðgerðir, er mikilvægt að nota viðeigandi eftiraðgerðafatnað. Vöruframboð okkar hentar fyrir algengar aðgerðir á borð við brjóstnám, brjóstaminnkun, brjóstastækkun, fitusog, svuntu og lagfæringu á lausri húð. Hafa ber í huga að aðgerðafatnað þarf oft að útvega fyrir aðgerð þar sem fólk er sett í fatnaðinn strax að lokinni aðgerð. Athugið að þessar vörur frá Amoena eru forþvegnar og því tilbúnar til notkunar. 

Nánari upplýsingar um aðgerðafatnað veitir Thelma Baldursdóttir söluráðgjafi.