Vöruflokkar Vöruflokkar

Þrengja val Þrengja val

Þrýstingssokkar

Stoð býður vandaða þrepaskipta þrýstingssokka frá þýska fyrirtækinu Medi

Þrýstingssokkar örva flæði í bláæðum og sogæðakerfi fótleggja og draga úr bjúgmyndun.
Þeir eru fáanlegir í þrýstingsflokkum frá I til IV með stigvaxandi þrýstingi.

Þrýstingssokkar geta dregið úr:

  • Þreytu
  • Þyngslatilfinningu
  • Vægum bjúg á fótum

 

Sokkarnir gagnast vel þeim sem standa eða sitja lengi í einu við vinnu eða á ferðalögum.

Þrýstingssokkar eru notaðir sem fyrirbyggjandi meðferð við bláæðavandamálum, blóðtöppum og bjúg.

Þrýstingssokkar eru notaðir við meðferð á eftirtöldum sjúkdómum:

  • Æðahnútar og aðrir bláæðasjúkdómar
  • Bjúgur
  • Bjúgur og æðahnútar á meðgöngu
  • Eftir æðahnútaaðgerðir
  • Bólga og bjúgur eftir aðgerðir, brot eða tognanir
  • Bláæðasár
  • Eftir blóðtappa í fótleggjum
  • Sogæðabjúgur
  • Fitubjúgur

 

Sjúkratryggingar Íslands

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í niðurgreiðslu á þrýstingssokkum/þrýstingsbúnaði vegna bruna og langvinnra alvarlegra bláæða/sogæðavandamála eða langvarandi og mikillar bjúgsöfnunar vegna lömunar.
Að jafnaði eru samþykkt 3 pör af þrýstingssokkum og 2 stk af þrýstingsermum/þrýstingshönskum á 12 mánaða tímabili.

Nauðsynlegt er að fá lækni eða sjúkraþjálfara til að skrifa vottorð fyrir þrýstingsbúnaði.
  • Þrýstingssokkar með hringsaum í staðlaðri stærð eru niðurgreiddir 70% en að hámarki 8.150kr,-
  • Þrýstingssokkar með hringsaum sérsaumaðir eru niðurgreiddir 70% en að hámarki 16.300kr,-
  • Þrýstingsbúnaður með flatsaum eru niðurgreiddir 70%*
*Ef einstaklingur þarf á flatsaum að halda þarf að fá æðalækni til að skrifa vottorð.

  • Ef þrýstingssokkar eru samþykktir vegna bruna eru þeir niðurgreiddir 100%

Ef þrýstingssokkar eru samykktir fyrir börn í vexti eru þeir niðurgreiddir 90%


Fagfólk hjá Stoð veitir ráðgjöf og tekur mál fyrir þrýstingssokkum.

Smelltu hér til þess að bóka tíma í ráðgjöf

Gagnlegir hlekkir