Vöruflokkar Vöruflokkar

Þrengja val Þrengja val

Þrýstingssokkar

Stoð býður vandaða þrepaskipta þrýstingssokka frá þýska fyrirtækinu Medi

Þrýstingssokkar örva flæði í bláæðum og sogæðakerfi fótleggja og draga úr bjúgmyndun.
Þeir eru fáanlegir í þrýstingsflokkum frá I til IV með stigvaxandi þrýstingi.

Þrýstingssokkar geta dregið úr:

 • Þreytu
 • Þyngslatilfinningu 
 • Vægum bjúg á fótum

 

Sokkarnir gagnast vel þeim sem standa eða sitja lengi í einu við vinnu eða á ferðalögum.

Þrýstingssokkar eru notaðir sem fyrirbyggjandi meðferð við bláæðavandamálum, blóðtöppum og bjúg.
Þrýstingssokkar eru notaðir við meðferð á eftirtöldum sjúkdómum:

 • Æðahnútar og aðrir bláæðasjúkdómar
 • Bjúgur
 • Bjúgur og æðahnútar á meðgöngu
 • Eftir æðahnútaaðgerðir
 • Bólga og bjúgur eftir aðgerðir, brot eða tognanir
 • Bláæðasár
 • Eftir blóðtappa í fótleggjum
 • Sogæðabjúgur
 • Fitubjúgur

Fagfólk hjá Stoð veitir ráðgjöf og tekur mál fyrir þrýstingssokkum.
Tímapantarnir eru í síma: 565-2885

 

Leiðbeiningar fyrir sokkamælingu
Mæliblað
Stærðartöflur
Myndband um framleiðslu og eiginleika Medi þrýstingssokka