Rea Azalea Minor hægindahjólastóll
Vörunúmer: 1539527
Sérpöntun
Rea Azalea Minor er hannaður fyrir smávaxna einstaklinga og ungmenni. Stellið er styttra, setdýpt minni og bak lægra. Hægt að fá 16" afturhjól með bremsu fyrir aðstoðarmann.
Rea Azalea hægindahjólastóllinn hefur mikla stillimöguleika og auðvelt er að aðlaga hann að
þörfum notanda. Stóllinn er með svokallaðann tilt-in space eiginleika.
Flex 3 bakið er hægt að stilla bæði í hæð og breidd. Stillanleg setdýpt og setbreidd. Svart pluss áklæði. Höfuðstuðningur BNA0770 er innifalinn í verði. Fjölbreytt úrval af höfuðpúðum og bökum. Hægt að fá harða bakplötu.