Hoggi Cleo/Cleo Ti
Sérpöntun
Í samningi við:
Hoggi Cleo er litríkur fastramma hjólastóll með stillanlega setdýpt. Hægt er að fá setplötuna á honum í venjulegri eða aukinni dýpt og stóllinn hentar því vel löngum og grönnum börnum. Stóllinn er með harða setplötu og fasta bakplötu en hægt er að fá hallastillanlega bakplötu sem aukahlut. Kemur með heilli og upplyftanlegri fótahvílu. Kömbrun er 6° til 12°. Innifalið á stól eru hliðarhlífar, fótahvílur og einnar handar keyrsluhandfang. Fjölbreytt úrval aukahluta er í boði líkt og 45° sætishalli (Cleo Ti útfærsla) og höfuðpúði.
Hagnýtar upplýsingar
Litur: Alls konar litir í boði
Árekstrarprófaður: Já
Stærð 1
Setbreidd: 24-30 cm
Setdýpt: 22-36 cm
Setdýpt aukin: 28-42 cm
Eigin þyngd: 10,3 kg, með dekkjum, hliðarhlífum og fótahvílu/m
Hámarksþyngd notanda: 60 kg
Stærð 2
Setbreidd: 24-34 cm
Setdýpt: 22-40 cm
Setdýpt aukin: 28-46 cm
Eigin þyngd: 10,8 kg, með dekkjum, hliðarhlífum og fótahvílu/m
Hámarksþyngd notanda: 60 kg
Stærð 3
Setbreidd: 26-34 cm
Setdýpt: 24-40 cm
Setdýpt aukin: 30-46 cm
Eigin þyngd: 11,1 kg, með dekkjum, hliðarhlífum og fótahvílu/m
Hámarksþyngd notanda: 60 kg