NordBed Kid sjúkrarúm með opnanlegum hliðargrindum, 80x160x40
Sérpöntun
Í samningi við:
Invacare NordBed Kid er sjúkraúm sem hentar börnum frá 3 - 12 ára, sem eru 75 - 154 cm löng.
Rúmið hentar börnum með fötlun, takmarkaða hreyfigetu og sem þurfa umönnun í rúminu.
Fjórskiptur rúmbotn, hönnun byggð á mannfræðilegum mælingum fyrir bestu mögulegu þægindi og stuðning.
Rúmið er hæðarstillanlegt frá 30 cm upp í 80 cm.
Sér vasi fyrir fjarstýringu á fótgafla rúmsins sem tryggir öryggi og kemur í veg fyrir að viðkvæmar hendur komist í hana.
Nordbed Kid kemur í stærðum:
80x140 cm - hentar börnum sem eru 75-125 cm
80x160 cm - hentar börnum sem eru 125-135 cm
80x180 cm - hentar börnum sem eru 135-155 cm
Hægt er að fá mismunandi hliðargrindur fyrir rúmið:
Opnanlegar hliðargrindur: Hægt að opna þær að hluta til eða alveg þrátt fyrir að rúmbotn sé stilltur í halla, á sama tíma og stöðugleikinn í rúminu helst. Öryggisslá heldur grindunum læstum þegar þeim er lokað.
Fáanlegar í 2 mismunandi hæðum:
Fyrir 140 cm rúm = 80 cm
Fyrir 160 cm rúm = 40 cm eða 80 cm
Fyrir 180 cm rúm = 40 cm eða 80 cm
Niðurfellanlegar hliðargrindur: Einungis fyrir rúm í stærð 160 eða 180 cm lengd. Leyfir fulla og hraða aðkomu að barninu með aflæsingu sen er efst á hliðargrindinni, sem tryggir öryggi þar sem sá sem tekur grindina niður getur staðið fyrir framan barnið. Fáanlegar í 40 cm hæð og eru einnig fáanlegar úr plexí gleri.
Fastar hliðargrindur: Hvorki hægt að fella niður né opna. Fáanlegar í 40 og 80 cm hæð.
Hægt er að fá bólstranir á allar hliðar rúmsins: Bólstrunin hefur ekki áhrif á notkun hliðargrindanna og þarf því ekki að fjarlægja þær af þegar hliðargrindurnar eru notaðar.