Softform Premier 90 Rúmdýna
Softform Premier rúmdýna sem hentar notendum í mjög mikilli sárahættum þar sem hún er hönnuð til að mæta kröfum heilbrigðisstofnanna.
Einstaklega hagnýt og endingargóð dýna sem hefur mikil þægindi og þrýstijafnandi eiginleika.
Styrktar hliðar eru sem auðveldar flutning notenda í og úr rúmi. Ekki þarf að snúa dýnunni sem dregur úr umsýslu starfsfólks. Yfirborð dýnunnar þynnist til endanna og dregur því úr þrýstingi á hælum.
Áklæði dýnunnar er vatnshelt, með öndunareiginleika og teygjanlegt í tvær áttir. Áklæði dýnunnar er með handföngum ásamt því að hafa aukinn styrk á botni til að lengja líftíma dýnunnar. Auðvelt er að taka áklæði af dýnu til að þvo þar sem þar er renniás yfir allar fjórar hliðar.
Hagnýtar upplýsingar:
- Stærð dýnu: 90x200x15 cm
- Burðargeta: 247 kg
- Þvottur á áklæði: 80°
- Litur: Blár
Hægt að sérpanta í 120 cm breidd