DonJoy Reaction hnéspelka
Veldu stærð
Reaction Web hnéspelkan er úr vef og er önnur leið en dæmigerð hnéhlíf til þess að bregðast við einkennum framan á hné. Hreyfing er þægileg með spelkuna á sama tíma og hún situr vel.
Vefurinn í spelkunni er með þeim hætti að hann á að draga úr miklu höggálagi á hnéð á sama tíma og hún styður við hnéskelina frá öllum hliðum til þess að stuðla að réttri staðsetningu og hreyfingu hennar.
Á hliðum spelkunnar eru tvíása hjöruliðir sem verka saman við gúmfjaðrandi vefinn í spelkunni þannig að hún passi sem best og veiti sem bestan stuðning og dreifi þannig því álagi sem verkar á hnéð.
Góð loftun er um vefinn að framan og að aftan er möskvi sem gerir spelkuna þægilega í notkun.
- Verkur framan í hné.
- Beinklökkvi í aðfærandahnjóti lærleggs (e. Osgood-Schlatter).
- Væg liðbólga.
- Skekkja á hnéskel.
- Meiðsli vegna ofnotkunar.
- Ójafnvægi í starfsemi vöðva.
- "Blunt" áverki.
- "Runner’s Knee".
- Liðhlaup á hnéskel.
- Brjóskmeyra (e. chondromalacia).
Engar þekktar en huga ber að viðkvæmri húð, skynfærum og/eða blóðrás og annarri vökvarás líkamans.
Stærðir XS/S til XXXL (4 stærðir).Stærð ákvarðast af ummáli læris, 15 sm ofan við miðja hnéskel, sjá stærðarviðmið á mynd.