Ottobock WalkOn ökklaspelka
Veldu stærð
Sérpöntun
Í samningi við:
WalkOn er dýnamísk droppfótarspelka úr koltrefjum sem hvoru tveggja lyftir fæti og skilar orku í fráspyrnu á göngu. Spelkan er fyrirferðarlítil og létt og böndin sem festa hana ásamt bólstri við kálfa fara vel á húð. Miðlægur stuðningur við langboga fótar vinnur gegn rétthverfingu (e. supination) fótarins og stöpullinn (e. pylon) aftan á legg gefur góða stjórn frá hælísetningu yfir í fráspyrnu. Þannig getur spelkan stuðlað að aukinni skreflengd þar sem vöðvar vinna betur á göngunni. Hönnunin stuðlar einnig að því að fótur snýst frekar út en inn við hælísetningu. Allt ofangreint stuðlar að bættu göngumynstri og dregur úr byltuhættu.
Droppfótur vegna:
- Dálklömunar (e. peroneal paralysis).
- Heilaslags (e. stroke).
- Heilaáverka (e. traumatic brain injury).
- Heila- og mænusiggs (e. Multiple Sclerosis).
- "Neural muscular atrophy".
Engar þekktar en huga ber að viðkvæmri húð, skynfærum og/eða blóðrás og annarri vökvarás líkamans.
Stærðir Small til X-Large. Stærð ákvarðast af skóstærð/stærð fótar, sjá stærðarviðmið á mynd.