Orthomerica UFO ökklaspelka
Sérpöntun
Í samningi við:
UFO ("Universal Plantar Fasciitis Orthosis") er tilbúin næturspelka fyrir skilvirka meðferð á iljarfellsbólgu (e. plantar fasciitis) og sinarbólgu (e. tendinitis) í hásin. Spelkan styður með þægilegum hætti við fótinn sem um ræðir í réttri ristarbeygingu (e. dorsiflexion) fótar sem gefur kost á léttum en langvarandi áhrifum (e. Low Load Prolonged Stretch, LLPS) á mjúka vefi iljarfellsins og hásinarinnar. Með þessu verður létt teygja, bati og endurgerð á þessum vefjum sem dregur úr álagi og verkjum sem hafa orðið vegna bólgu og styttingar í vefjunum. Stuðningur sem þessi getur því aðstoðað við að brjóta upp vítahring meiðslanna, verkjanna og endurtekningu þessa sem verða annars vegna ótakmarkaðrar spennu og aflögun á þessum vefjum á næturnar.
Einföld hönnun spelkunnar gerir það auðvelt og fljótlegt að stilla teygjuna sem spelkan stuðlar að og hámarka þannig gagnsemi hennar. Þetta er með ristarbeygjuböndum á báðum hliðum spelkunnar auk þess sem hún er vel bólstruð með Coolfoam™ bólstri sem má skipta um. Spelkunni fylgir skriðvari og hún passar hvoru tveggja hægri og vinstri fæti.
Engar þekktar en huga ber að viðkvæmri húð, skynfærum og/eða blóðrás og annarri vökvarás líkamans.
Stærðir X-Small til X-Large. Stærð ákvarðast af skóstærð/stærð fótar, sjá stærðarviðmið á mynd.