medi protect.CAT Walker spelkustígvél stutt
Vörunúmer: G95011-ST-1
Veldu stærð
Verð
34.995 kr
Í samningi við:
medi protect.CAT Walker er spelka fyrir legg, ökkla og fót sem þarf að stöðga í ákveðinni stöðu. Á spelkunni eru fjórir borðar til þess að tryggja mikinn stöðugleika, ekki síst yfir völubeininu (e. talus) svo það færist ekki fram. Inni í spelkunni er loftfyllt fóður sem er pumpað þannig að fóturinn skorðast vel inni í spelkunni. Flatur og stamur sóli spelkunnar er síðan hjálplegur á göngu.
Allar ábendingar fyrir stöðgun á ökkla/fæti og fótlegg eins og:
- Áverkar/sjúkdómar í hásin (eftir aðgerð og ekki).
- Fyrir stöðug brot í fæti og ökkla og eftir aðgerðir á öðrum brotum á því svæði.
- Eftir liðhlaup á efri liðamótum ökkla.
- Eftir áverka á liðböndum, mjúkvefjum eða sinum, meðhöndlaðir með eða án aðgerðar.
Óstöðug brot eða brot á nærhluta sköflungs eða sperrileggs (e. fibula).
PP, PU, EVA og pólýester.
Stærðir S til L. Stærð ákvarðast af skóstærð/stærð fótar, sjá stærðarviðmið á mynd.