DonJoy ProCare meðferðar-/aðgerðaskór
Vörunúmer: 7981132
Verð
5.990 kr
Sérpöntun
ProCare meðferðar- og aðgerðaskórinn er ætlaður til notkunar eftir ýmsar aðgerðir og slys þar sem einhver hreyfing á fæti er leyfð. Skórinn er festur með böndum um lykkjur og með frönskum rennilásum. Hællinn á skónum er vel sniðinn, efri hlutinn er úr mjúkum svampmöskva og sólinn er aðeins eftirgefanlegur. Hentar bæði hægri og vinstri fæti.
Eftir aðgerðir og slys þegar einhver hreyfing um fót er leyfileg.
Engar þekktar en huga ber að viðkvæmri húð, skynfærum og/eða blóðrás og annarri vökvarás líkamans.
Stærðir XS til XL í karlaútgáfu og XS til L í kvennaútgáfu. Stærð ákvarðast af stærð fótar/skóstærð, sjá stærðarviðmið á mynd.