allard ToeOFF 2.0 droppfótarspelka
Sérpöntun
ToeOFF 2.0 er droppfótarspelka úr koltrefjum og uppfærð útgáfa samnefndrar spelku. Hún er framlæg sem gerir að verkum að kálfi, hásin og annað aftan á legg verður fyrir minna áreiti auk þess sem stuðningur verður til fyrir réttu um hnéð. Leggur spelkunnar niður á fótplötuna er utanvert sem gefur stuðning og auðveldar notkun fyrir báða fætur í þeim tilfellum sem þess er þörf. Efnissamsetning spelkunnar úr koltrefjum, glertrefjum og kevlar gerir að verkum að spelkan er létt, þunn og fyrirferðarlítil og rúmast þannig vel í skóm og undir fötum en er í senn vel byggð. Fótplatan í spelkunni er dýnamísk sem hjálpar til við að ná eðlilegu göngulagi
Droppfótur í tilfellum eins og:
- Heilaslag (e. stroke).
- Heila- og mænusigg (e. MS, multiple sclerosis).
- "Post-Polio Syndrome".
- Vöðvavisnun.
- Mænuskaði.
- Heilaskaði.
- "Guillian-Barré Syndrome".
- "Charcot-Marie-Tooth".
- Mengis- og mænuhaull (e. myelomeningocele).
- Taugakvilli (e. neuropathy).
- Heilalömun (e. CP, cerebral palsy).
Spelkan getur einnig komið að gagni í tilfellum:
- Vanvirkni sinar aftari sköflungsvöðva (e. tibialis posterior).
- Aflimun táa.
- Sár á fæti eða legg.
- Meðal til mikill bjúgur.
- Meðal til mikil aflögun á fæti.
- Alvarlegir síbeygjukrampar (e. spasticity).
- Alvarlegur vankantar á nærlægum hlutum fótar svo sem síbeygjukrampi í fjórhöfða (e. quadriceps).
- Kiðhné (e. genu valgum), kringilhné (e. genu varum) eða frambjúgur hnéliður (e. genu recurvatum).
Stærðir X-Small til X-Large. Stærð ákvarðast af skóstærð/stærð fótar, sjá stærðarviðmið á mynd.