allard ToeOFF 2.0 droppfótarspelka
Sérpöntun
Í samningi við:
ToeOFF 2.0 er droppfótarspelka og uppfærð útgáfa samnefndrar spelku. Hún er framlæg sem gerir að verkum að kálfi, hásin og annað aftan á legg verður fyrir minna áreiti auk þess sem stuðningur verður til fyrir réttu um hnéð. Leggur spelkunnar niður á fótplötuna er utanvert sem gefur stuðning og auðveldar notkun fyrir báða fætur í þeim tilfellum sem þess er þörf. Efnissamsetning spelkunnar úr koltrefjum, glertrefjum og kevlar sem og lögun hennar gerir að verkum að spelkan er létt, þunn og fyrirferðarlítil og rúmast þannig vel í skóm (sem þarf mögulega ekki að endurnýja með stærri) og undir fötum. Á sama tíma er spelkan vel byggð. Þá er "layup"-ið og lögun fótplötunnar þannig að göngumynstur verður dýnamískara.
Spelkan er fest með böndum á legg sem eru ýmist fest með frönskum beint eða í gegnum lykkju eftir því hvað hentar hverju sinni.
Droppfótur í tilfellum eins og:
- Heilaslag (e. stroke).
- Heila- og mænusigg (e. MS, multiple sclerosis).
- "Post-Polio Syndrome".
- Vöðvavisnun.
- Mænuskaði.
- Heilaskaði.
- "Guillian-Barré Syndrome".
- "Charcot-Marie-Tooth".
- Mengis- og mænuhaull (e. myelomeningocele).
- Taugakvilli (e. neuropathy).
- Heilalömun (e. CP, cerebral palsy).
Spelkan getur einnig komið að gagni í tilfellum:
- Vanvirkni sinar aftari sköflungsvöðva (e. tibialis posterior).
- Aflimun táa.
- Sár á fæti eða legg.
- Meðal til mikill bjúgur.
- Meðal til mikil aflögun á fæti.
- Alvarlegir síbeygjukrampar (e. spasticity).
- Alvarlegur vankantar á nærlægum hlutum fótar svo sem síbeygjukrampi í fjórhöfða (e. quadriceps), kiðhné (e. genu valgum), kringilhné (e. genu varum) eða frambjúgur hnéliður (e. genu recurvatum).
Stærðir X-Small til X-Large. Stærð ákvarðast af skóstærð/stærð fótar, sjá stærðarviðmið á mynd.