Ottobock Lumbo Carezza bakbelti
Veldu stærð
Í samningi við:
Lumbo Carezza er bakbelti sem er 24 sm hátt að aftan og veitir stuðning við og léttir á mjóbaki og getur þannig dregið úr verkjaeinkennum. Auk þessa getur aukin vitund um mjóbakið fyrir tilstilli snertingarinnar af beltinu hjálpað við stjórn á líkamanum og þannig veitt frekari stuðning. Fjórar sveigjanlegar plastspangir eru í baki beltisins sem lagast vel að bakinu og veita léttan auka stuðning.
Efnið í beltinu andar vel með húðheilsu í huga og því er lokað með tveimur vinnuhollum (e. ergonomic) lykkjum.
Beltið hentar með 29R343 púðasetti fyrir núningsnudd til að örva blóðrás. Settið selst sér.
- Verkur í mjóbaki.
- Taugarótarkvilli/settaugarbólga frá lendahrygg (e. lumbar radiculopathy/sciatica).
- "Ligamentosis" í lendahrygg.
- Vöðvaójafnvægi í lendahrygg.
- Hrygghrörnun (e. spondylosis/spondylarthrosis) í lendahrygg.
- Hrörnunarbreytingar í lendhrygg.
- "Facet joint syndrome" í lendhrygg.
- Beinklökkvi (e. osteochondrosis) í lendhrygg.
- Óþægindi í spjald- og mjaðmarbeinsliðnum (e. SI-joint).
Engar þekktar en huga ber að viðkvæmri húð, skynfærum og/eða blóðrás og annarri vökvarás líkamans.
Stærðir XS til XXL. Stærð ákvarðast af mittismáli, sjá stærðarviðmið á mynd.