Medi Spinomed Bakbelti
Veldu stærð
Í samningi við:
Spinomed er bolspelka og réttstöðu belti fyrir réttu í hrygg í tilfellum beinþynningar og þar sem þarf að styrkja kjarnavöðva. Spelkan er skilvirk meðferð og samrýmanleg klínískum leiðbeiningum fyrir beinþynningarbrot í hrygg. Með "bio-feedback" stuðlar hún að virkri styrkingu hryggjarins. Auk þess njóta styrkur kvið og bakvöðva góðs af spelkunni. Það getur dregið úr verkjum og "sway" og aukið öndunarrýmd og lífsgæði. Beltið er með nýjum veltilið.
Jákvæð virkni beltisins hefur sýnt sig í rannsóknum á fólki með beinþynningu.
Allar ábendingar fyrir létti og/eða leiðréttingu/betri stöðu á lendahrygg/brjósthrygg sem og takmörkun hreyfingar í þykktarsniði (e. sagittal plane) eins og:
- Beinþynningarbrot í brjósthrygg og lendahrygg.
- Hryggliðaklökkvi (e. Scheuermann’s disease) hjá ungu fólki.
- Mikill herðakistill með langvinnum bakverkjum.
Engar þekktar en huga ber að viðkvæmri húð, skynfærum og/eða blóðrás og annarri vökvarás líkamans.
Ál, pólýamíð, pólýester, elastan og gúmmílíki.
Stærðir XS til XXL. Stærð ákvarðast af lengd baks, sjá stærðarviðmið á mynd.