medi 4C flex 3ja punkta bolspelka
Vörunúmer: 55G100-ST-M
Veldu stærð
Verð
97.900 kr
medi 4C flex er þriggja punkta bolspelka sem kemur í veg fyrir hreyfingu í lendhrygg og neðri brjósthrygg hvoru tveggja í þykktar- og breiðskurði (e. sagittal and frontal planes), þ.e. beygju og "lateral flexion". Þannig helst lendhryggur í sinni fettu (e. lordosis) í miðstöðu.
Allar ábendingar fyrir leiðréttingu á lendhrygg og brjósthrygg og takmörkun á hreyfingu í þykktar- og breiðskurði (e. sagittal and frontal planes), þ.e. beygju og "lateral flexion" eins og:
- Stöðug samfallsbrot í miðjum og neðri brjósthrygg og lendhrygg.
- Tímabundin stöðgun (e. immobilisation) eftir aðgerð.
- Meðferð án aðgerðar, þar sem aðgerð er ekki möguleg eða eftir aðgerð á æxlum og meinvörpum í hryggnum.
- Áslægur (e. axial) stuðningur við hrygg í tilfellum beinþynningar í brjóst- og lendhrygg.
Óstöðug brot í brjóst- og lendhrygg með eða án taugaeinkenna.
Ál og PVC.
Stærðir S til XL. Stærð ákvarðast af mjaðmamáli, sjá stærðarviðmið í töflu.