Resmed AirMini ferðakæfisvefnsvél
ResMed AirMini – ferðakæfisvefnsvél sem fylgir þér hvert sem er.
Upplifðu frelsi og góðann nætursvefn hvar sem þú ert með AirMini, smæstu og léttustu kæfisvefnsvél heims. Hún býður upp á fullkomna tækni í litlu, stílhreinu formi – fullkomin lausn fyrir þá sem vilja svefnmeðferð á ferðinni, í vinnuferð eða fríi.
Þrátt fyrir smæðina skilar AirMini sömu gæðum og stærri kæfisvefnsvélarnar. Hún er einföld í notkun, tengist snjallforriti í símanum og gerir þér kleift að fylgjast með meðferðinni í rauntíma.
Af hverju AirMini?
AirMini er hönnuð fyrir þá sem vilja ekki gera málamiðlun milli þæginda og ferðafrelsis. Hún er stílhrein, hljóðlát og svo lítil að hún passar í lófa – en skilar engu að síður fullkominni kæfisvefnmeðferð hvert sem þú ferð.
Helstu eiginleikar:
Ferðavæn hönnun – aðeins 300 g og auðvelt að taka með í ferðalag
Fullkomin þægindi – veitir sömu meðferð og aðrar kæfisvefnsvélar frá Resmed, þrátt fyrir minni stærð.
Snjalltækni – stilltu og fylgstu með meðferðinni í AirMini appinu.
Rakameðhöndlun án vatnstanks – HumidX kerfið tryggir þægilegt rakastig án fyrirhafnar.
Hægt að nota með AirFit N20, N30, P10 og F20 grímum. Athuga að til að nota þær grímur þá þarf sér barka sem passar á ferðakæfisvefnsvélina.
Í pakkanum:
AirMini kæfisvefnsvél
AirMini burðarpoki með reimum
20W straumbreytir
Hefðbundin loftsía
Notendahandbók