Viscoflex
Vörunúmer: VISCOFL-ST-36X36
Veldu stærð
Sérpöntun
Viscoflex er formuð hjólastólasessa úr Viscoelastic svampi sem aðlagar sig að líkamanum. Sessan gefur góða þrýstingsdreifingu og minnkar álag á setbein og rófubein. Yfirborð svampsins er teningsskorið sem gefur góða loftun og dregur úr núningi. Sessan hentar notendum sem eru í meðal til mikilli hættu á þrýstingssárum og hafa lítið setjafnvægi. Áklæði sessunnar er með góða öndun. Auðvelt er að þurrka af því og þvo. Neðri hluti áklæðis er úr stömu efni sem kemur í veg fyrir að sessan hreyfist í stólnum.
Þyngd: 1.250 g miðað við stærð 42x42 cm
Þykkt: 8 cm
Hámarksþyngd notanda: 160 kg