Fara á efnissvæði

Vicair Vector O2 6

Vörunúmer: OVR6TP-ST-43X40


Veldu stærð

Sérpöntun

Error
Error
Error
Vinsamlegast þreyttu þrautina

Vector O2 hefur einstaka öndun og dregur úr hita og rakamyndun. Má þvo í þvottavél. Er góður kostur fyrir einstaklinga með samhverfa setstöðu og hentar vel fyrir einstaklinga með mænuskaða, MS, MND, CP o.fl. taugasjúkdóma.

Sessunni er skipt upp í 9 hólf. Hólfin innihalda loftfylltar hyrnur (Smart cells) sem veita einstaka þrýstingsdreifingu, góðan stöðugleika og lágmarka núning. Fjögur hliðarhólf gefa góðan hliðarstuðning. Miðjuhólfið að aftan gefur stuðning undir setbeinin og í miðjunni að framan er hólf sem myndar millifótastuðning. Sessan er lægri að aftan þannig að notandinn rennur síður fram í stólnum.

Áklæði
Sessunni fylgja tvær hlífar úr efni með öndunareiginleikum. Einnig er hægt að fá tvenns konar áklæði sem fer utan um alla sessuna:

Comfair áklæðið er með öndunareiginleikum
Incotec áklæðið er úr vatnsheldu efni

Báðar tegundir áklæða eru teygjanlegar í tvær áttir og laga sig þannig vel að líkamanum og sessunni.

Þykkt: Sessan er fáanleg í tveimur þykktum, 6 og 10 cm
Þyngd: 550-770 g (háð stærð)
Hámarksþyngd notanda: 250  kg
Má þvo í þvottavél á 60°C - þornar á 5-6 klst.
Stærðir: 145 standard stærðir í boði
Sessan og áklæðin eru latex frí 

Vicair hjólastólasessurnar gefa góða setstöðu og eru auðveldar í notkun.  Þær eru mjög góður valkostur við endurtekin þrýstingssár, til að bæta setstöðu og þegar þörf er fyrir viðhaldsfría sessu

Helstu kostir Vicair sessunnar eru:
Yfirburða þrýstingsdreifing og góður stöðugleiki
Lausn fyrir hjólastólsnotendur sem eru í mikilli hættu á þrýstingssárum
Minnka hættu á að notandinn renni fram í stólnum
Öruggar, áreiðanlegar og springa ekki
Ekki þörf á eftirliti daglega eða vikulega
Léttar og auðveldar í flutningi
Sessu og áklæði má þvo í þvottavél á 60°C

 

Tengdar vörur

0
Samtals 0 kr
Ganga frá körfu