Fara á efnissvæði

Vicair Multifunctional

Vörunúmer: OMFSTP-ST-40X52


Veldu stærð

Sérpöntun

Error
Error
Error
Vinsamlegast þreyttu þrautina

Multifuncional sessan hentar í hægindahjólastóla með bakhalla og tilt. Multifunctional er eins byggð og Adjuster sessan og hefur alla sömu eiginleika en er með meiri setdýpt sem nýtist í hjólastóla með bakhalla og tilt. Hentar vel fyrir einstaklinga með mikla verki, taugasjúkdóma, gigt, fjórlömun, MS og MND.

Sessunni er skipt upp í 5 hólf. Afturhólfin tvö leiðrétta ósamhverfa setstöðu. Ef þörf er á má einnig aðlaga sessuna enn frekar með þvi að breyta magni af hyrnum í hólfunum. Miðhólfið veitir vörn gegn því að notandinn renni fram í stólnum og framhólfin jafna stöðuna á lærunum. 

Áklæði
Hægt er að velja um tvenns konar áklæði:

Comfair með öndunareiginleikum
Incotec úr vatnsheldu efni

Báðar tegundirnar eru teygjanlegar í tvær áttir og laga sig þannig vel að líkamanum og sessunni.

Þykkt: 8 cm 
Meðalþyngd: 850 g
Hámarksþyngd notanda: 250 kg

Vicair sessurnar gefa góða setstöðu og eru auðveldar í notkun. Þær eru mjög góður valkostur við endurtekin þrýstingssár, til að bæta setstöðu og þegar þörf er fyrir sessu sem er viðhaldsfrí.

Helstu kostir Vicair sessunnar eru:
Yfirburða þrýstingsdreifing og góður stöðugleiki
Lausn fyrir hjólastólsnotendur sem eru í mikilli hættu á þrýstingssárum
Minnka hættu á að notandinn renni fram í stólnum
Öruggar, áreiðanlegar og springa ekki
Ekki þörf á eftirliti daglega eða vikulega
Léttar og auðveldar í flutningi
Auðvelt að hreinsa

Tengdar vörur

0
Samtals 0 kr
Ganga frá körfu