Vicair Centre Relief
Veldu stærð
Sérpöntun
Centre Relief sessan afléttir þunga af endaþarmi, grindarbotni og rófubeini. Hentar fyrir einstaklinga með vandamál og verki við endaþarm, grindarbotn, rófubein og djúp staðbundin þrýstingssár á þessu svæði.
Sessunni er skipt upp í 5 hólf. Miðjuhólfið liggur undir endaþarmi, grindarbotni og rófubeini og með því að fjarlægja hyrnur úr því er hægt að aflétta öllum þrýstingi á þessi svæði. Aftari hliðarhólf liggja utan um miðjuhólfið gefa góðan hliðarstuðning og framhólfin tvö jafna stöðuna á lærunum.
Áklæði
Hægt er að velja um tvenns konar áklæði:
Comfair með öndunareiginleikum
Incotec úr vatnsheldu efni
Báðar tegundirnar eru teygjanlegar í tvær áttir og laga sig þannig vel að líkamanum og sessunni.
Þykkt: 10 cm
Meðalþyngd: 750 g
Hámarksþyngd notanda: 250 kg
Vicair sessurnar gefa góða setstöðu og eru auðveldar í notkun. Þær eru mjög góður valkostur við endurtekin þrýstingssár, til að bæta setstöðu og þegar þörf er fyrir sessu sem er viðhaldsfrí.
Helstu kostir Vicair sessunnar eru:
Yfirburða þrýstingsdreifing og góður stöðugleiki
Lausn fyrir hjólastólsnotendur sem eru í mikilli hættu á þrýstingssárum
Minnka hættu á að notandinn renni fram í stólnum
Öruggar, áreiðanlegar og springa ekki
Ekki þörf á eftirliti daglega eða vikulega
Léttar og auðveldar í flutningi
Auðvelt að hreinsa