E-Pilot Handhjól Rafknúið
Veldu stærð
E-Pilot er rafknúið handhjól á hjólastóla sem breytir hjólastólnum í hjól á nokkrum sekúndum. Frábært til daglegra nota og er sportleg hönnun. Handhjólið hentar á flestar gerðir hjólastóla. Hagnýtar upplýsingar: Rafhlaða leyfir allt að 50 km vegalengd, veður, umhverfi og þyngd notanda hafa áhrif. Heildarþyngd e-pilot: 18, 4 kg USB tengi til að hlaða farsíma Festing fyrir E-pilot fer á setrör hjólastólsins Standurinn er með stórum hjólum og með snúningseiginleika til að komast vel yfir hindranir Hámarksþyngd notanda: 100 kg Hámarksburðargeta: 135 kg (e-pilot, hjólatóll og notandi) Rafhlöðupakkning: Auðveld í ásetningu og hægt að hlaða hvort sem hún er á hjóli eða ekki. Vegur 2.9 kg og hægt að fá auka rafhlöðu til að nota í lengri ferðum Skjár: Auðveldur í ásetningu. Sýnir gagnlegar upplýsingar meðal annars um notkun rafhlöðu og hraða Hleðslutæki: Hleðsla á tómri rafhlöðu er um 4 klst. Litir: Gott litaúrval, skoðaðu litina í vörumyndum hér fyrir ofan.