Special Tomato Jogger
Sérpöntun
Special Tomato Jogger er létt þriggja hjóla kerra sem hægt er að nota sem venjulega kerru eða hlaupakerru, jafnt innanbæjar sem og úti í náttúrunni. Hún leggst auðveldlega saman og passar í skott flestra fólksbíla.
Kerran kemur með dempun að aftan sem tryggir mjúka keyrslu á flestum gerðum undirlags. Snúningshjól að framan auðveldar keyrslu í þröngum rýmum innandyra. Það er auðvelt að læsa snúningnum á framhjólinu þegar þess þarf, t.d. við skokk og á grófu undirlagi.
Kerran kemur með föstum sætishalla en stillanlegum bakhalla. Hægt er að setja Special Tomato Soft-Touch Liner og Sitter Seat í stærðum 1 og 2 eða Firefly GoTo sætið í kerruna fyrir aukinn stuðning. Aðrir aukahlutir í boði eru höfuðstuðningur, regnplast og aukahlutapoki undir kerru.
Hagnýtar upplýsingar:
Kerran kemur í einni stærð og í gráum lit.
Setbreidd: 35 cm
Setdýpt: 30 cm
Bakhæð: 62,5 cm
Fótleggjalengd: 37,5 cm
Bakhalli: Fer mest í 50° halla frá uppréttri stöðu
Þyngd kerru: 12 kg
Hámarksþyngd notanda: 50 kg