Hoggi Duro
Sérpöntun
Hoggi Duro er mjög stöðug og lipur kerra. Hún er einfaldari útfærsla af Bingo kerrunni en fer í meiri setbreidd en Bingo og hentar því vel eldri börnum. Auðvelt er að stilla og stækka kerruna sem gefur barninu lengri notkunartíma í henni. Stillanleg setdýpt og sethæð. Sætishalli er fastur í 16° eða 20° (valið í upphafi) en hægt er að stilla bæði bakhalla og hnévinkil. Kerran er samanbrjótanleg sem gerir flutning auðveldan. Kerruna er hægt að fá í Cross útfærslu en þá eru afturdekkin 16" í stað 12" sem hentar vel þar sem er snjóþungt á veturna. Gott úrval aukahluta, t.d. skermur, hliðarstuðningar og bremsur fyrir aðstoðarmann.
Hagnýtar upplýsingar
Kemur í 2 stærðum
Burðargeta: 75 kg
Sætishalli: 16° eða 20°
Bakhalli: 78°-120°
Hnévinkill: 85°-160°
Fótleggjalengd: 20-44 cm
Árekstrarprófuð: Já
Stærð 1
Setbreidd: 23-34 cm
Setdýpt: 30-40 cm
Bakhæð: 46-63 cm
Þyngd Duro: 15,8 kg
Þyngd Duro Cross: 16,4 kg
Stærð 2
Setbreidd: 28-39 cm
Setdýpt: 35-45 cm
Bakhæð: 62-83 cm
Þyngd Duro: 16,6 kg
Þyngd Duro Cross: 17,2 kg