Start M6 Junior
Sérpöntun
Í samningi við:
Start M6 Junior er einfaldur krossramma hjólastóll sem er hugsaður fyrir börn sem þurfa eingöngu að nota hjólastól í takmarkaðan tíma. Swing away fótahvílur og hliðarhlífar með hæðarstillanlegum örmum eru á stólnum. Bakdúkur er stillanlegur með riflásum.
Stóllinn hentar vel sem flutningshjólastóll þar sem er auðvelt að leggja hann saman og setja í bíl. Hægt er að fá upplyftanlegar fótahvílur á hann sem aukahlut og þess vegna er hann mikið notaður eftir fótbrot eða aðgerðir hjá börnum sem alla jafna þurfa ekki að nota hjólastól. Aðrir aukahlutir sem eru í boði eru t.d. aðstoðarmannabremsur og höfuðstuðningur.
Hagnýtar upplýsingar
Setbreidd: 28-38 cm
Setdýpt: 31-37 cm
Eigin þyngd: 13,5 kg, með dekkjum, hliðarhlífum og fótahvílu/m
Litur: Gulur eða rauður
Hámarksþyngd notanda: 90 kg
Árekstrarprófaður: Já