Progeo Exelle Junior
Veldu stærð
Sérpöntun
Í samningi við:
Exelle Junior er krossramma hjólastóll fyrir börn. Stóllinn kemur með föstum 90° bakhalla en það er hægt að fá stillanlegan bakhalla (±9°) sem aukahlut (dynamiskur rammi). Hægt er að auka setdýpt stólsins um allt að 7,5 cm eftir á. Stóllinn er með hæðarstillanlega arma og keyrsluhandföng. Hann kemur með tvískiptum fótahvílum en hægt er að velja heila fótahvílu. Veltivörn og ástig eru á stólnum. Mjúk dekk með hraðlosun. Mikið úrval aukahluta, líkt og borð, bolstuðningar og bakplata með hraðlosun.
Hagnýtar upplýsingar
Setbreidd: 27-39 cm
Setdýpt: 30-40 cm
Eigin þyngd: 10,2 kg, með dekkjum, hliðarhlífum og fótahvílu/m
Litur: Margir litir í boði
Hámarksþyngd notanda: 75 kg
Árekstrarprófaður: Já (með standard ramma)/ Nei (með dynamiskum ramma)