
Gervibrjóst og fatnaður
Stoð býður upp á fjölbreytt úrval af gervibrjóstum sem miða að því að endurheimta náttúrulega líkamslögun og auka þannig sjálfstraust og vellíðan kvenna.
Hjá Stoð er hægt að fá mælingu og mátun á gervibrjóstum og fleygum og ráðgjöf við val á fatnaði svo sem brjóstahöldurum, sundfatnaði eða toppum. Áhersla er lögð á vandaða ráðgjöf og persónulega þjónustu.
Gervibrjóst
Stoð selur gervibrjóst og fleyga frá Amoena. Amoena leggur áherslu á gæði og nýsköpun í þróun gervibrjósta sinna, með það að markmiði að mæta þörfum kvenna og stuðla að vellíðan þeirra. Brjóstin fást í mismunandi stærðum og gerðum
Einnig er til eftirfarandi gegn sérpöntun:
- Álímd brjóst
- Brjóst með pumpu
- Sundbrjóst
- Fleygar til að nota eftir fleygskurð
Nærföt og sundföt
Stoð er með gott úrval af sund- og undirfatnaði frá breska vörumerkinu Nicola Jane. Nicola Jane hefur í 40 ár verið í fararbroddi í framleiðslu á fatnaði sem er sérhannaður til að mæta þörfum kvenna eftir brjóstnám eða aðrar brjóstaaðgerðir. Allur fatnaðurinn er sérhannaður fyrir konur sem nota gervibrjóst en hentar jafnframt vel öllum konum.
Í boði eru vandaðir og fallegir sundbolir, tankini og bikini með vösum fyrir gervibrjóst, sem og toppar, brjóstahaldarar og nærbuxur.