Fara á efnissvæði

NF-Walker 2

Vörunúmer: 301272X

Sérpöntun

Error
Error
Error
Vinsamlegast þreyttu þrautina

NF- Walker 2 er göngugrind sem er hönnuð sérstaklega fyrir börn og ungmenni sem hafa takmarkaða eða enga færni  til að koma sér um án aðstoðar. Grindin veitir meiri stuðning en hefðbundnar göngugrindur og styður þannig örugglega við barnið í standandi stöðu, jafnvel þó að það hafi ekki færni til að standa sjálft. Göngugrindin örvar þannig sjálfstæða göngu og þátttöku barnsins í daglegum athöfnum.

Það sem er einstakt við grindina samanborið við aðrar sambærilegar göngugrindur er spelkukerfið á henni sem veitir barninu einstakan stuðning og leiðréttir stöðu í bæði efri og neðri hluta líkamans samtímis. Spelkan heldur liðunum í réttri stöðu meðan á göngu stendur.

Göngugrindin hentar börnum sem eru 70 til 140 cm á hæð. Spelkan með grindinni kemur í tveimur stærðum en undirstellið í þremur stærðum. Mikið úrval aukahluta, til dæmis læsing á yfirréttu í hné, bönd fyrir lyftara, liður sem býður upp á fráfærslu í mjöðm, höfuðstuðningur, stangir fyrir aðstoðarmann, sæti og stýri fyrir notanda.

Mál notenda eftir stærðum

Stærð Micro (spelka í stærð XS og Micro undirstell):
Hæð notanda: 70-85 cm
Mál frá ökkla að hné: 14-22 cm
Mál frá hné að mjöðm: 13-22 cm
Mál frá gólfi upp að mjöðm: 35-45,5 cm
Mjaðmabreidd: 15-23 cm
Hámarksþyngd notanda: 30 kg

Stærð XS:
Hæð notanda: 80-110 cm
Mál frá ökkla að hné: 16-26 cm
Mál frá hné að mjöðm: 16-26 cm
Mál frá gólfi upp að mjöðm: 40-55 cm
Mjaðmabreidd: 15-23 cm
Hámarksþyngd notanda: 30 kg

Stærð S:
Hæð notanda: 100-140 cm
Mál frá ökkla að hné: 21-34 cm
Mál frá hné að mjöðm: 21-34 cm
Mál frá gólfi upp að mjöðm: 51-70 cm
Mjaðmabreidd: 15-23 cm
Hámarksþyngd notanda: 40 kg

Tengdar vörur

1C0db8e3 3905 4352 8Eeb Fc9212a6c1f2 Göngugrindur Server Göngugrind Small
Vara til á lager
Verð 53.990 kr
Error
Server Göngugrindur Server Göngugrind Medium
Vara til á lager
Verð 53.990 kr
Error
Athlon SL Black Göngugrindur Athlon Göngugrind
Sérpöntun
Skoða vöru
0
Samtals 0 kr
Ganga frá körfu