Leckey MyWay göngugrind
Sérpöntun
Leckey MyWay er einstök hönnun á göngugrind fyrir börn sem styður þau í uppréttri stöðu. Rammi hennar er opinn og barnið fær stuðning frá stuðningsvesti sem það er klætt í og festist við rammann. Hendur barnsins eru frjálsar í henni og það kemst nær hlutum en í flestum sambærilegum göngugrindum og grindin stuðlar því að þátttöku í leik. Grindin hentar börnum og unglingum frá 1 til 16 ára. Auðvelt er að stilla hjól grindarinnar þar sem hægt er að hafa þau laus, stefnulæst eða með tregðu. Talsvert úrval aukahluta er í boði, líkt og bönd fyrir lyftara, sæti og ökklabönd. Auk þess er hægt að fá á grindina MyWay Pedal en það breytir henni í skíðavél/standandi hjól.
Stærð grindar:
Kemur í 3 stærðum (stuðningsvesti kemur í 6 stærðum)
Stærð 1:
Aldur: 1-5 ára
Heildarbreidd: 57 cm
Sætishæð: 24-41 cm
Þyngd: 14 kg
Hámarksþyngd notanda: 25 kg
Stærð 2:
Aldur: 4-11 ára
Heildarbreidd: 67 cm
Sætishæð: 40-61 cm
Þyngd: 17,5 kg
Hámarksþyngd notanda: 50 kg
Stærð 3:
Aldur: 9-16 ára
Heildarbreidd: 72 cm
Sætishæð: 55-81 cm
Þyngd: 22 kg
Hámarksþyngd notanda: 80 kg