Fara á efnissvæði

Tveir nýir stoðtækjafræðingar

Í lok júní hófu tveir nýútskrifaðir stoðtækjafræðingar störf hjá Stoð.
Elín Og Sarah

Í lok júní komu tveir nýútskrifaðir stoðtækjafræðingar til starfa hjá Stoð.  Þær Elín Kolfinna Árnadóttir og Sarah Légrádi Skov Munk luku báðar námi frá Jönköping háskólanum í Svíþjóð nú í vor, en þaðan hafa flestir stoðtækjafræðingar á Íslandi útskrifast.   

Það er gaman frá því að segja að þær fengu sérstök verðlaun fyrir lokaritgerðina sina sem fjallaði um þróun og könnun samskiptamynda fyrir samskipti á milli stoðtækjafræðinga og einstaklinga með samskiptaörðugleika.

Elín og Sarah störfuðu hjá Stoð síðastliðið sumar en eru nú komnar í framtíðarstarf.  Við það fjölgar starfandi stoðtækjafræðingum á Íslandi töluvert, sem eru þrátt fyrir það innan við tíu talsins.

Stoð býður þær hjartanlega velkomnar til starfa og minnum á að nú er hægt að bóka tíma hjá stoðtækjafræðingum á stod.is

0
Samtals 0 kr
Ganga frá körfu