Fara á efnissvæði

Stoð á Haustráðstefnu Samtaka um sárameðferð

Rétt meðferð á meðan sárið er að gróa getur skipt sköpum, á haustráðstefnu Samtaka um sárameðferð voru kynntir sérhannaðir sáraskór sem notaðir eru til að létta þrýstingi af sárinu á gróanda tímabilinu.
SUMS Ráðstefna

Þann 31. október héldu Samtök um sárameðferð á Íslandi (SUMS) ráðstefnu fyrir fagaðila þar sem fjallað var um fjölbreytt efni tengd sárameðferð. Meðal umfjöllunarefna voru skurðsár og skurðsára­sýkingar, þrýstingsmeðferð með vafningum, hreinsun sára og val á umbúðum. Einnig var rætt um áhrif sykursýki á sáragræðslu og mikilvægi heildrænnar nálgunar í meðferð sára.

Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir (Inga Dóra), skósmíðameistari Stoðar, segir mikilvægt að grípa strax inn í þegar sár á fótum er annarsvegar.  Rétt meðferð á meðan sárið er að gróa getur skipt sköpum, en á ráðstefnunni kynnti Inga Dóra einmitt sérhannaða sáraskó sem notaðir eru til að létta þrýstingi af sárinu á gróanda tímabilinu. Frá og með næstu áramótum verða þessir skór af fullu greiddir af Sjúkratryggingum, sem gerir þá aðgengilegri sem meðferðarúrræði.  „Sárum sem eru erfið viðureignar fer því miður fjölgandi“, segir Inga Dóra, „þjóðin er að eldast og aldrinum fylgir lélegra blóðfæri sem gerir það að verkum að sár eru lengur að gróa, þarna skiptir rétt ráðgjöf og réttur búnaður miklu máli.“

Stoðtækjafræðingarnir Elín K. Árnadóttir og Sarah Légrádi Skov Munk veittu einnig ráðgjöf um skó og þrýstingsvörur á ráðstefnu SUMS, en þær, ásamt Ingu Dóru veita fagfólki og skjólstæðingum ráðgjöf varðandi sárameðferð og skó.  Hægt er að bóka tíma hjá skósérfræðingi eða stoðtækjafræðingum á vefsíðu Stoðar eða með því að senda skilaboð á stod@stod.is 

0
Samtals 0 kr
Ganga frá körfu