Fara á efnissvæði

Ráðstefnan "Offita á krossgötum"

Stoð kynnti þrýstingsfatnað á ráðstefnunni "Offita á krossgötum" sem Félag fagfólks um offitu (FFO) hélt þann 31.október. Hægt er að bóka tíma hjá sérfræðingum Stoðar í mælingu og ráðleggingu um rétta notkun á þrýstingsfatnaði.
Offita Á Krossgötum

Ráðstefnan offita á krossgötum.

 

Félag fagfólks um offitu (FFO) hélt ráðstefnuna "Offita á krossgötum – byggjum meðferð á þekkingu", föstudaginn 31.október. Ráðstefnan var ætluð heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur með einstaklingum með offitu eða vill auka skilning sinn á sjúkdómnum.

Á ráðstefnunni fjölluðu innlendir og erlendir sérfræðingar  um nýjustu þekkingu á offitu, forvörnum og meðferð. Á dagskránni voru m.a. erindi um þróun og orsakaþætti offitu, næringu, vöðvastyrk, kvenheilsu og reynslu sjúklinga.

Stoð var með sýningarbás þar sem þrýstingsfatnaður var kynntur. Sérfræðingar Stoðar mæla og ráðleggja um rétta notkun á þrýstingsfatnaði.  Hægt er að bóka tíma í mælingu og ráðgjöf á vefsíðu Stoðar. 

0
Samtals 0 kr
Ganga frá körfu