Fara á efnissvæði

Meistaranemar í sjúkraþjálfun í kennslu hjá Stoð

Sjúkraþjálfarar og stoðtækjafræðingar eru fagstéttir sem vinna náið saman til að velja bestu lausnir fyrir einstaklinga. Stoð tekur á hverju ári þátt í menntun sjúkraþjálfunarnema á meistarastigi. Nú í haust varði hópur meistaranema heilum degi við að læra um vinnu stoðtækjafræðinga og hvað ber að hafa í huga við val á stoðtækjum. Stoðtækjafræðingarnir Þórir Jónsson, Kjartan Gunnsteinsson og Elín Árnadóttir, ásamt Gísla Vilhjálmi Konráðssyni sjúkraþjálfara, leiddu þjálfunina sem samanstóð af fyrirlestrum, verklegri kennslu og kynningu á verkefni. Nemendurnir voru áhugasamir, spurðu fjölmargra spurningar og skiptust á skoðunum um fagleg málefni við sérfræðinga Stoðar
Kennsla Sjúkraþjálfunarnema
0
Samtals 0 kr
Ganga frá körfu