Fara á efnissvæði

Alþjóðlegur dagur stoðtækja 5.nóv

Hönnun stoðtækja miðar að því að endurheimta sjálfstæði, sjálfstraust og reisn
Taka 2

Í dag, 5. nóvember, er alþjóðlegur dagur stoðtækja — áhersla er lögð á nýsköpun, fjölbreytni og hönnun sem miðar að mannlegum þörfum.   Þemað í ár er að varpa ljósi á byltingarkennda tækni og skapandi lausnir sem auka hreyfanleika og bæta lífsgæði milljóna manna um allan heim.  

Framþróun á sviði stoðtækja byggja öðru fremur á þverfaglegu samspili verkfræði, læknisfræði og innsýn í mannlegt líf.   Stoðtækjafræðingar eru svo í lykilhlutverki við að útfæra lausnir og styðja fólk í nýtingu stoðtækja en hönnun þeirra miðar ávallt að því að endurheimta sjálfstæði, sjálfstraust og reisn þeirra sem tækin nota.

Hjá Stoð starfa fjórir stoðtækjafræðingar, þau Þórir Jónsson, Kjartan Gunnsteinsson, Elín Kolfinna Árnadóttir og Sarah Munk.

0
Samtals 0 kr
Ganga frá körfu