Fara á efnissvæði

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar

Heilbrigð öldrun er þema alþjóðlegs dags sjúkraþjálfunar þann 8. september.
Sjukrathjalfarar Stodar Minni

Heilbrigð öldrun

Heilbrigð öldrun er þema alþjóðlegs dags sjúkraþjálfunar þann 8. september. Hreyfing og styrking er að mörgu leyti lykillin að heilbrigðri öldrun, þar getur rétt ráðgjöf og viðeigandi stuðningur skipt miklu.

Hjá Stoð starfar öflugt teymi sjúkraþjálfara við ráðgjöf á sviði hjálpar- og stoðtækja og  vinnur náið með sjúkraþjálfurum og öðru fagfólki.

Heilbrigð Öldrun

Hreyfing og styrking

„Margt eldra fólk er duglegt að ganga sem er bæði andlega og líkamlega heilsusamlegt, en mikilvægt er að taka inn reglulegar styrktaræfingar líka til að viðhalda styrk og líkamsstöðu,“ segir Gísli Vilhjálmur Konráðsson, sjúkraþjálfari hjá Stoð. „Það er mikilvægt að benda fólki á þetta og það eru til fjölmörg smátæki sem nota má heima fyrir, svo sem griphanskar, teygjur og pedalar með þyngd,“ segir hann, en auk Gísla Vilhjálms starfa sjúkraþjálfararnir Björk Gunnarsdóttir og Bríet Bragadóttir hjá Stoð.

Þjálfun Og Byltur

Hræðsla við byltur dregur úr hreyfingu

Sjónum er einnig beint að byltuvörnum á degi sjúkraþjálfunar. „Þjálfun og hreyfing er einmitt mikilvægur liður í því að fyrirbyggja byltur og slys, því þannig má auka styrk, jafnvægi, samhæfingu og liðleika“, segir Bríet Bragadóttir, sjúkraþjálfari og deildarstjóri. „Það er þó svo að margir sem komnir eru á efri ár eru óöruggir og jafnvel kvíðnir þegar kemur að hreyfingu og veigra sér við að fara út að ganga af ótta við að verða fyrir byltu.  Þetta skapar að sjálfsögðu vítahring sem erfitt er að rjúfa. Þarna geta rétt hjálpartæki gert gæfumuninn. Rétt göngugrind eða spelkur, sem veita réttan stuðning eða draga úr sársauka við hreyfingu, eru gjarnan púslið sem vantar til að einstaklingur geti eflt heilsu sína með hreyfingu og útivist.“

 

Hreyfing Eldri

Ráðgjöf fagfólks

Stoð veitir margvíslega ráðgjöf við val á réttum stuðningi og tækjum til styrktar þjálfunar. Hægt er að bóka tíma hjá sérfræðinga í ráðgjöf við val á göngugrind, spelkum eða öðrum tækjum sem styðja við styrkingu, hreyfingu og heilbrigða öldrun.  

 

Bókaðu tíma hér
0
Samtals 0 kr
Ganga frá körfu