Stoð styður þig
Saga Stoðar nær aftur til ársins 1982 og allt síðan þá höfum við lagt áherslu á fagmennsku og þverfaglega samvinnu.
Hjólastóll fyrir virkan lífsstíl
Göngugreining
Alþjóðlegur dagur stoðtækja
Þann 5. nóvember var alþjóðlegur dagur stoðtækja — áhersla er lögð á nýsköpun, fjölbreytni og hönnun sem miðar að mannlegum þörfum. Þemað í ár er að varpa ljósi á byltingarkennda tækni og skapandi lausnir sem auka hreyfanleika og bæta lífsgæði milljóna manna um allan heim.
Framþróun á sviði stoðtækja byggja öðru fremur á þverfaglegu samspili verkfræði, læknisfræði og innsýn í mannlegt líf. Stoðtækjafræðingar eru svo í lykilhlutverki við að útfæra lausnir og styðja fólk í nýtingu stoðtækja en hönnun þeirra miðar ávallt að því að endurheimta sjálfstæði, sjálfstraust og reisn þeirra sem tækin nota.
Hjá Stoð starfa fjórir stoðtækjafræðingar, þau Þórir Jónsson, Kjartan Gunnsteinsson, Elín Kolfinna Árnadóttir og Sarah Munk.
Tímabókanir
Bókaðu tíma í eina af okkar þjónustum. Við tökum vel á móti þér í verslun okkar að Draghálsi 14-16 í Reykjavík
Viðgerðir
Hjálpartækjaverkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00.