Stoð styður þig
Stoð er sérhæft fyrirtæki á heilbrigðissviði fyrir öll sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þannig að þau geti tekið fullan þátt í samfélaginu og notið almennra lífsgæða.
Saga Stoðar nær aftur til ársins 1982 og allt síðan þá höfum við lagt áherslu á fagmennsku og þverfaglega samvinnu.
Saga Stoðar nær aftur til ársins 1982 og allt síðan þá höfum við lagt áherslu á fagmennsku og þverfaglega samvinnu.
Göngugreining
Stoð hefur áralanga reynslu af göngugreiningum bæði fyrir fullorðna og börn. Áhersla er lögð á vandaða greiningu og faglega ráðgjöf sérfræðinga. Göngugreining getur gefið mikilvægar upplýsingar um hverskonar skófatnaður hentar best og í mörgum tilvikum er hægt að lagfæra göngulag eða draga úr þreytu eða verkjum með innleggjum.
Bókaðu tíma hjá sérfræðingunum okkar
Tímabókanir
Bókaðu tíma í eina af okkar þjónustum. Við tökum vel á móti þér í verslun okkar að Draghálsi 14-16 í Reykjavík
Viðgerðarþjónusta hjálpartækja
Viðgerðir
Hjálpartækjaverkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00.