Fara á efnissvæði
Mynd Af Stod
Xact
Gongugreiningplaceholder

Stoð styður þig

Stoð er sérhæft fyrirtæki á heilbrigðissviði fyrir öll sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þannig að þau geti tekið fullan þátt í samfélaginu og notið almennra lífsgæða.

Saga Stoðar nær aftur til ársins 1982 og allt síðan þá höfum við lagt áherslu á fagmennsku og þverfaglega samvinnu.

Hjólastóll fyrir virkan lífsstíl

Etac Xact er hannaður fyrir virka einstaklinga sem vilja léttan fastramma hjólastól. Hann vegur aðeins 9,8 kg og er með stífan ramma og swing away fótahvílur.

Göngugreining

Stoð hefur áralanga reynslu af göngugreiningum bæði fyrir fullorðna og börn. Áhersla er lögð á vandaða greiningu og faglega ráðgjöf sérfræðinga. Göngugreining getur gefið mikilvægar upplýsingar um hverskonar skófatnaður hentar best og í mörgum tilvikum er hægt að lagfæra göngulag eða draga úr þreytu eða verkjum með innleggjum.
Elín Og Sarha Alþjóðlegur Dagur

Alþjóðlegur dagur stoðtækja

Þann 5. nóvember var alþjóðlegur dagur stoðtækja — áhersla er lögð á nýsköpun, fjölbreytni og hönnun sem miðar að mannlegum þörfum. Þemað í ár er að varpa ljósi á byltingarkennda tækni og skapandi lausnir sem auka hreyfanleika og bæta lífsgæði milljóna manna um allan heim.  

Framþróun á sviði stoðtækja byggja öðru fremur á þverfaglegu samspili verkfræði, læknisfræði og innsýn í mannlegt líf. Stoðtækjafræðingar eru svo í lykilhlutverki við að útfæra lausnir og styðja fólk í nýtingu stoðtækja en hönnun þeirra miðar ávallt að því að endurheimta sjálfstæði, sjálfstraust og reisn þeirra sem tækin nota.

Hjá Stoð starfa fjórir stoðtækjafræðingar, þau Þórir Jónsson, Kjartan Gunnsteinsson, Elín Kolfinna Árnadóttir og Sarah Munk.

Meira um ráðgjöf stoðtækjafræðinga
Bókaðu tíma hjá sérfræðingunum okkar

Tímabókanir

Bókaðu tíma í eina af okkar þjónustum. Við tökum vel á móti þér í verslun okkar að Draghálsi 14-16 í Reykjavík

Gongugreiningplaceholder
Viðgerðarþjónusta hjálpartækja

Viðgerðir

Hjálpartækjaverkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00. 

viðgerðarþjónusta
0
Samtals 0 kr
Ganga frá körfu