Stoð styður þig
Saga Stoðar nær aftur til ársins 1982 og allt síðan þá höfum við lagt áherslu á fagmennsku og þverfaglega samvinnu.
Hjólastóll fyrir virkan lífsstíl
Göngugreining
Bleikur október í Stoð
Hjá okkur í Stoð er hægt að fá mælingu og mátun á gervibrjóstum og fleygum og ráðgjöf við val á fatnaði svo sem brjóstahöldurum, sundfatnaði eða toppum.
Við bjóðum upp á gott úrval af sund- og undirfatnaði frá breska vörumerkinu Nicola Jane, sem hefur í 40 ár verið í fararbroddi í framleiðslu á fatnaði sem er sérhannaður til að mæta þörfum kvenna eftir brjóstnám eða aðrar brjóstaaðgerðir. Allur fatnaðurinn er sérhannaður fyrir konur sem nota gervibrjóst en hentar jafnframt vel öllum konum.
Í boði eru vandaðir og fallegir sundbolir, tankini og bikini með vösum fyrir gervibrjóst, sem og toppar, brjóstahaldarar og nærbuxur.
Í tilefni af bleikum október bjóðum við ókeypis ráðgjöf og 60% afslátt af öllum undirfötum, auk þess sem 10% af söluandvirðinu rennur til Krabbameinsfélagsins.
Tímabókanir
Bókaðu tíma í eina af okkar þjónustum. Við tökum vel á móti þér í verslun okkar að Draghálsi 14-16 í Reykjavík
Viðgerðir
Hjálpartækjaverkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00.