Tímapantanir
Bóka tíma í ráðgjöf og greiningu
Hjá Stoð starfa sérfræðingar með áralanga reynslu
Þú getur bókað tíma hjá okkur í eftirfarandi þjónustur:
- Göngugreining
- Þrýstingssokkar og annar þrýstingsfatnaður
- Spelkur, hlífar og önnur stoðtæki
- Kæfisvefn
- Gervibrjóst
- Bæklunarskór
- Hjálpartækjaráðgjöf
- Viðgerðarverkstæði
Göngugreining
Göngugreining hjá Stoð er ávallt framkvæmd af sérfræðingi með háskólamenntun í íþróttafræði, sjúkraþjálfun eða heilbrigðisverkfræði. Við leggjum okkur fram um að finna lausnir sem virka. Við getum útbúið sérgerð innlegg í kjölfar göngugreiningar ef þörf er á.
Sokkamæling
Réttustu niðurstöður sokkamælingar fást ef mál eru tekin snemma dags, þar sem fætur og fótleggir þrútna oft yfir daginn. Best er að bóka tíma hjá okkur í mælingu, en einnig er hægt að mæla sig sjálfur.
Gagnlegir hlekkir
Spelkur og hlífar
Þú ert velkomin/n í verslunina til okkar að skoða og máta spelkur og hlífar hvenær sem er á opnunartíma. Ef þú þarft hins vegar sérfræðiráðgjöf við val á spelku eða öðru stoðtæki, bókaðu tíma hjá okkur. Þá færðu ráðgjöf frá sjúkraþjálfaramenntuðum starfsmanni um hvaða lausn hentar þér best.
Þjónusta vegna ferðakæfisvefnsvéla
Í verslun okkar á Draghálsi 14-16 fer fram þjónusta vegna ferðakæfisvefnsvéla og á það við um sölu vélarinnar, aukahluta, uppsetningu á vélinni og annað sem kann að koma upp á. Vinsamlega athugið að til þess að láta stilla ferðakæfisvefnsvél þarf að panta tíma í stillingu og koma þarf með vélina frá LSH (sé hún til staðar) í tímann.
Gervibrjóst og fatnaður
Í boði er mæling og mátun á gervibrjóstum og fleygum og/eða ráðgjöf við val á fatnaði á borð við brjóstahaldara, toppa og sundföt. Stoð selur gervibrjóst frá Amoena. Brjóstin fást í mismunandi stærðum og gerðum. Einnig eru til álímd brjóst, sundbrjóst og skeljar til að nota eftir fleygskurð. Nær- og sundfatnaðurinn okkar er frá breska merkinu Nicola Jane.
Bæklunarskór
Hjá Stoð er hægt að fá tilbúna, sérsmíðaða og hálfsérsmíðaða bæklunarskó. Fyrir bæklunarskóm þarf læknir að gefa út vottorð. Vottorðið þarf að senda inn til Sjúkratrygginga Íslands. Ef skórnir eru samþykktir er næsta skref að panta tíma hjá sérfræðingi í Stoð sem tekur mál eða mót af fótum, skoðar með skjólstæðingnum úrvalið og pantar skóna að utan með þeim sérþörfum sem þarf að hafa í huga.
Hjálpartækjaráðgjöf
Hjálpartæki eru tæki sem aðstoðar fólk við athafnir daglegs lífs, t.d. hjólastólar, sjúkrarúm, barnakerrur og lyftarar. Ef þú þarft aðstoð við val á hjálpartæki eða stillingu á því, bókaðu þá tíma hjá okkur, hvort sem þú ert notandi, aðstandandi eða fagaðili.
Viðgerð á hjálpartæki
Hjálpartækjaverkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 9:00 til 15:00 og er staðsett á Draghálsi 14-16, 110 Reykjavík. Gott er að með tækjum sem koma inn í viðgerð fylgi bilanalýsing á útfylltu formi sem nálgast má hér. Viðgerðum eru sinnt eins fljótt og auðið er. Smærri viðgerðir s.s. sprungið dekk á hjólastól, eru gerðar meðan notandi bíður, ef nokkur kostur er. Hægt er að fá lánaða göngugrind eða handknúinn staðlaðan hjólastól á meðan viðgerð er sinnt á þessum tækjum.
Þjónusta stoðtækjafræðinga
Stoðtækjafræðingar veita ráðgjöf þegar um sérsmíðaðar lausnir er að ræða. Einnig sjá þeir um koddabuxur, klumbufótarspelkur og fleira. Þegar þú mætir til stoðtækjafræðings þarftu að koma með útprentaða beiðni eða vottorð frá lækni í tímann. Ef stoðtæki er fengið í gegnum Sjúkratryggingar Íslands er þjónusta stoðtækjafræðings innifalin í verði vörunnar. Ef beiðni er ekki til staðar bjóðum við upp á viðtal hjá stoðtækjafræðingi og kostar sú þjónusta 5.900 kr. fyrir tímann. Tímapöntun fer fram í síma 5652885.