Tímapantanir
1. Panta tíma í göngugreiningu hjá Stoð Bíldshöfða
2. Panta þjónustutíma vegna ferðakæfisvefnsvéla, uppsetningar og stillingar
3. Panta tíma í mælingu vegna þrýstingsmeðferðar (sjúkrasokkar o.fl.)
4. Tímapantanir hjá stoðtækjafræðingi í síma 565 2885
Einnig er hægt að panta tíma í gegnum Noona appið sem fæst bæði í APP store og Google Play.
Göngugreiningar eru framkvæmdar í verslun okkar á Bíldshöfða 9 í Reykjavík
Göngugreining hjá Stoð er ávallt framkvæmd af sérfræðingi með háskólamenntun í íþróttafræði eða heilbrigðisverkfræði. Við leggjum okkur fram um að finna lausnir sem virka.
Nánari upplýsingar um göngugreiningu hjá Stoð
Þjónusta vegna ferðakæfisvefnsvéla
Í verslun okkar í Trönuhrauni 8 fer fram þjónusta vegna ferðakæfisvefnsvéla og á það við um sölu vélarinnar, aukahluta, uppsetningu á vélinni og annað sem kann að koma upp á. Vinsamlega athugið að til þess að láta stilla ferðakæfisvefnsvél þarf að panta tíma í stillingu og koma þarf með vélina frá LSH (sé hún til staðar) í tímann.
Þjónusta stoðtækjafræðinga
Í verslun okkar í Trönuhrauni 8 fer fram þjónusta stoðtækjafræðinga með spelkur, hlífar og önnur stoðtæki. Athugið að nauðsynlegt er að panta tíma hjá stoðtækjafræðingi til að fá ráðgjöf og faglega aðstoð og fer tímapöntun fram í síma 5652885.