Vöruflokkar Vöruflokkar

Sérsmíðaðar spelkur

Sérsmíðaðar spelkur er mjög stór hluti af starfsemi Stoðar og geta verið í öllum stærðum og gerðum. Eins og nafnið gefur til kynna þá eru þær sérsmíðaðar fyrir skjólstæðinginn og í langflestum tilfellum eru það Sjúkratryggingar Íslands sem borgar spelkurnar.

Til að byrja með tekur stoðtækjafræðingurinn gifsmót af þeim líkamsparti sem spelkan á að styðja við. Það gifsmót er þá svokölluð negatíva. Negatívan er svo fyllt með fljótandi gifsi og það látið harðna, þá er komin pósitíva (það er að segja eftirlíking af þeim líkamsparti sem þarf stuðning). Stoðtækjafræðingurinn þarf svo að fín vinna pósitívuna með því að pússa og breyta og bæta allt miðað við það hvaða árangri spelkan á að skila hverju sinni. Þegar pósitívan er full unninn þá geta tekið við hin ýmsu ferli allt eftir því hvernig loka útkoma spelkunnar á að vera. Í sumum tilfellum er plastplata hituð í ofni og mótuð eftir pósitívunni með lofttæmi. Í öðrum tilfellum eru koltrefjar lagðar á gifsið eftir kúnstnarinnar reglum eða jafnvel sílíkon mótað eftir pósitívunni. Þá tekur við mátunarferlið með skjólstæðingnum og oft einnig sjúkraþjálfaranum eða öðrum fagaðilum. Það er mjög einstaklingsbundið hversu oft þarf að máta spelkuna áður en hægt er að setja hana í loka frágang.