Valmynd

Vöruflokkar Vöruflokkar

Gagnlegar upplýsingar Gagnlegar upplýsingar

Stoð Bíldshöfða

Stoð hefur tekið við rekstri Flexor á Bíldshöfða 9.

Í versluninni bjóðum við sérfræðiþjónustu og faglega hreyfiráðgjöf og göngugreiningu.
Jafnframt erum við með mjög gott úrval af fyrsta flokks íþrótta- og stuðningsvörum.

Hjá okkur er glæsileg aðstaða til göngu- eða hlaupagreiningar með nýjustu tækni á því sviði.  Greiningar eru framkvæmdar af sérfræðingum Stoðar, sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingi sem allir hafa áralanga reynslu á því sviði.
Lesa nánar um göngugreiningu hjá Stoð

 

 

Opnunartími Stoð Bíldshöfða:

  • mánudaga - fimmtudaga 9-17
  • föstudaga 9-16

 

Tímabókanir í göngugreiningu

Skór og innlegg:

Við erum með mjög gott úrval af göngskóm, hlaupaskóm og götuskóm fyrir fullorðna frá góðum vörumerkjum á borð við Asics, Ecco, Hoka, ON og Scarpa.
Erum einnig með strigaskó og íþróttskó fyrir börn frá Asics og Ecco.

Gerum sérsmiðuð innlegg og erum með gott úrval af tilbúnum innleggjum

Fagfólk okkar aðstoðar og ráðleggur viðskiptavinum með val á skóm út frá niðurstöðum göngugreiningar

 

 

CEP íþróttavörur

Cep vörurnar eru allar búnar þrýstingseiginleikum sem hjálpar þér að ná hámarksárangri í þeirri hreyfingu sem þú stundar.

  • Auka blóðflæði
  • Draga úr vðvaeymslum eftir hreyfingu
  • Styðja við sinar og liðbönd                                       
  • Draga úr líkum á meðslum
  • Hraða endurheimt

Erum með kálfahlífar, hlaupasokka, útivistarsokka, háa sokka og lága sokka þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hægt er að skoða úrvalið og versla Cep vörurnar á vef Stoðar

 

Stuðningshlífar og spelkur

Í verslun okkar í Bíldshöfða er einnig gott úrval af stuðningshlífum og spelkum frá Mediroyal og Medi, allt frá úlnlið niður í ökkla


Æfingabúnaður

Hjá okkur færð þú allt sem þarf fyrir heimaæfinguna svo sem dýnur, teygjur, bolta og rúllur

 

Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar á Höfða,
Hlökkum til að sjá ykkur