Rúlluna er hægt að beygja, móta og stilla nákvæmlega eftir þörfum einstaklingsins. Einnig er hægt að hrista hana svo hún fái sums staðar meiri fyllingu og verði þynnri á öðrum stöðum. Fyrir hliðarlegu er hægt að móta rúlluna svo hún styðji við höfuð, bak og fótleggi. Hún er mjög hentug fyrir einstaklinga með taugasjúkdóm, einstaklinga með litla líkamsvitund eða kvíða þar sem hún veitir góða snertiörvun.
Hægt að fá í tveim mismunandi efnum "soft" og "hygienic" sem er bæði einstaklega mjúkt og úr húðvænu efni sem gert er úr slitsterkum og náttúrulegum lífrænum efnum. Mjúka efnið er vatterað sem gerir það mjög notalegt og mjúkt þannig að útlimirnir sökkva í þægilega stöðu og hygienic gerir auðveldara að strjúka af.