Lítill púði með margþætt notagildi sem er komið fyrir þar sem eru lítil holrými milli líkama og dýnu þegar verið er að koma einstaklingi fyrir í stellingu; venjulega við ökkla og hné. Púðinn hefur slakandi áhrif á líkamssvæði þar sem honum er komið fyrir sem breiðast um líkamann, einnig til að opna hönd með síbeygjukrampa. Litli púðinn kemur fullkomlega í staðinn fyrir brot af sænginni en hann fellur ekki saman eða flest út.
Hægt að fá í tveim mismunandi efnum "soft" og "hygienic" sem er bæði einstaklega mjúkt og úr húðvænu efni sem gert er úr slitsterkum og náttúrulegum lífrænum efnum. Mjúka efnið er vatterað sem gerir það mjög notalegt og mjúkt þannig að útlimirnir sökkva í þægilega stöðu og hygienic gerir auðveldara að strjúka af.